Ráđgjöf og útvistun

Stjórnsýslan í Reykjavík er umfangsmikil. Ţar vinna margir sérfrćđingar. Ţađ sem ţó einkennir ţessa stjórnsýslu er ađ viđ langflest verk ţarf ađ kaupa ţjónustu frá sérfrćđingum úti í bć.

Verkum er  útvistađ í vaxandi mćli. Nýlega var nokkrum reynslumiklum tölvuţjónustumönnum borgarinnar sagt upp og verkefnum ţeirra útvistađ. Ţetta var ađ sögn gert í hagrćđingarskyni. Flestum er ljóst ađ kostnađurinn viđ útvistun verđur á endanum meiri en sá kostnađur sem felst í ađ vinnan sé unnin af fastráđnum starfsmönnum og međ útivistun byggist ekki upp dýrmćt reynsla og ţekking innan borgarinnar.

Fulltrúa Flokks fólksins óar viđ ţessum endalausu ráđgjafakaupum sviđa borgarinnar og ţá helst ţjónustu og nýsköpunarsviđs og skipulags- og samgöngusviđs. Annađ dćmi er ađ nýlega voru lögđ fram ýmis erindisbréf um stofnun starfshópa á vegum skipulags- og samgöngusviđs. Í öllum ţessum erindisbréfum kemur fram ađ hóparnir megi kaupa ráđgjöf, eins og ţađ sé ađalatriđiđ međ tilvist ţeirra. Ţađ vekur upp spurningar hjá fulltrúa Flokks fólksins ađ ţegar strax í upphafi, í erindisbréfum, eru veittar víđtćkar heimildir til ţjónustukaupa. Sporin hrćđa.

Fulltrúi Flokks fólksins vill minna á ađ ţađ ţarf ađ sýna ađhald. Veriđ er ađ sýsla međ fé borgarbúa.  Ráđgjöf utanađkomandi verktaka t.d. viđ endurbyggingu braggans kostađi mikiđ en skilađi litlu. Hver man ekki eftir dönsku stráunum og kostnađinn viđ ráđgjöfina um ađ planta dönskum stráum viđ Braggann, eđa ţá Pálmatrjánum sem áttu ađ rísa í Vogunum,  Um slíkt eru fjölmörg dćmi hjá ţessum meirihluta í borgarstjórn.

Oftast er ţó veriđ ađ vinna tímabćr verkefni sem fulltrúi Flokks fólksins er ekki ađ amast viđ, en ţađ vekur spurningar hversu mikiđ fjármagn fer í ađkeypta ţjónustu ţrátt fyrir ađ borgin skarti tugum sérfrćđinga sem einmitt eru ráđnir vegna sérfrćđiţekkingar sinnar. Stórar verkfrćđistofur virđast jafnvel hafa verk fyrir borgina sem meginstođ starfsemi sinnar. Í stađ fjárausturs til einkafyrirtćkja vćri nćr ađ  byggja upp ţekkingu á mikilvćgum málaflokkum innan borgarkerfisins. 

Í reglum Reykjavíkurborgar um framkvćmd fjárhagsáćtlunar er kveđiđ á um ađ sviđstjórar og stjórnendur skuli hafa frumkvćđi ađ ţví ađ innleiđa umbćtur í rekstri til ađ bćta ţjónustu, auka skilvirkni og lćkka kostnađ. Ef horft er til uppsagna tölvuţjónustustarfsmanna er tilefni til ađ efast um ađ ţađ skili svo miklum sparnađi. Hvernig er hćgt ađ bćta ţjónustu međ ţví ađ leggja niđur gćđavottađ ţjónustuteymi?  Hvernig mun ţađ skila lćgri kostnađi ţegar verktakar kosta mun meira en fastir starfsmenn? Ţađ vekur furđu ađ borgin sjái ekki hagkvćmni í ţví ađ byggja upp ţekkingu og reynslu hjá eigin starfsfólki og kjósi ţess í stađ ađ útvista stórum hluta ţeirra verka sem ţarf ađ vinna á vegum borgarinnar.

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur 

Birt í Fréttablađinu 3.2. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband