Borgin búin að afsala sér völdum til Vegagerðarinnar?

Borgarlínan er á dagskrá í borgarstjórn.
Hér er bókun fulltrúa Flokks fólksins:

Borgarlína er stórt verkefni. Fulltrúi Flokks fólksins hefur spurt margra spurninga en fátt er um svör enda lítið vitað fyrir víst hvað varðar stóra og mikilvæga þætti. Þetta er risavaxið verkefni sem Strætó á að reka. Í  Silfrinu  14. 2. kom fram hjá fyrrverandi starfsmanni verkefnisins að Vegagerðin væri í raun stjórnandi verksins en þar er ekki mikil þekking á samgöngum í þéttbýli. Hefur borgin afsalað sér völdum og ábyrgð til Vegagerðarinnar sem kemur að verkefninu fyrir hönd ríkisins? 
 

Að mati fulltrúa Flokks fólksins virðist sem verkefnið  sé dæmigert byggðarsamlagsverkefni þar sem borgin ræður of litlu og þarf að beygja sig fyrir hagsmunum ríkisins og annarra sveitarfélaga. Hlutur borgarinnar er rýr í stjórnun en rík í fjárhagslegri ábyrgð.

Hvers vegna hefur Vegagerðinni svo mikið umboð, stofnun sem hefur engan áhuga sýnt á samgöngum í þéttbýli, til að  taka að sér stærsta skipulags- og byggðarþróunarverkefni allra tíma á Íslandi?
Svipað er með 3ja áfanga Arnarnesvegar. Vegagerðin fær nærri fullt umboð til framkvæmda en  Reykjavíkurborg horfir á.  “Þetta stendur jú í samgöngusáttmálanum” segir meirihlutinn".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband