Atvinnumál eldri borgara í Reykjavík, umræða í borgarstjórn 2. mars

Að beiðni fulltrúa Flokks fólksins verður umræða um atvinnumál eldri borgara í Reykjavík á dagskrá á fundi borgarstjórnar 2. mars.

Fólk er nauðbeygt til að hætta að vinna 70 ára. Þetta eru náttúrulega ekkert annað en aldursfordómar. Það er einnig brot á mannréttindum að skikka fólk til að hætta störfum þegar það vill fátt annað gera en að halda áfram í vinnu sinni. Iðulega er kallað eftir störfum fólks þótt það verði sjötugt.

Þótt fólk verði sjötugt þýðir ekki að heilastarfsemi þess stöðvist. Í dag er fólk um 70 ára aldur í betri stöðu en fyrir áratugum. Heilsan er betri enda hefur tækninni fleygt fram.

Víða í Evrópu hefur fólk rétt til að vinna eins lengi og það vill. Flokkur fólks berst fyrir rétti og frelsi fólks til að vinna eins lengi og það vill. Samhliða þarf að afnema krónu á móti krónu skerðinguna og hætta að skerða lífeyri vegna vinnutekna, með svo grófum hætti. Gengið hefur verið allt of langt í okkar samfélagi að meina fólki að vinna þegar það nær ákveðnum aldri. Þetta ætti að vera valkostur umfram allt.

Reykjavíkur borg getur gert margt í þessum efnum. Borgarstjóri hefur lofaði að beita sér í þessu málefni en ekki hefur bólað á því.

 

Í kjarasamningum kemur fram að það er heimilt yfirmanni að "endurráða mann/konu, sem náð hefur 70 ára aldri og látið hefur af föstu starfi hjá stofnun eða fyrirtæki Reykjavíkurborgar í annað eða sama starf á tímavinnukaupi, allt að hálfu starfi, án þess að það hafi áhrif á rétt hans til töku lífeyris."

Þetta dugar skammt fyrir þann sem vill halda áfram að vinna fulla vinnu.

Hvað getur borgin gert? Borgin getur:

1. Breytt almennu viðmiði um 70 ára eftirlaunaaldur t.d. hækka það í 73 ár.
2. Þrýst á ríkið að draga úr skerðingum á ellilífeyri vegna atvinnutekna t.d. að frítekjumark vegna atvinnutekna yrði hækkað úr 100.000 kr. í 200.000 kr. eða afnumið alfarið
3. Skapa störf sem henta eldri borgurum og halda þeim í virkni. Hægt er að nýta mannauðinn betur. Eldri borgarar búa yfir mikilli reynslu og þekkingu sem getur nýst áfram, t.d.í ráðgjafarhlutverki

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband