Börn sem bíđa, börn sem líđa

Nú bíđa 957 börn eftir fagţjónustu skóla í Reykjavík, 360 stúlkur og 597 drengir. Ađ baki hverju barni er tilvísun undirrituđ af kennara/skóla og foreldrum. Flest bíđa eftir ađ komast til skólasálfrćđings. Ég hugsa daglega til ţessara barna, hvernig ţeim líđur, og vona innilega ađ á međan ţau bíđa eftir ţjónustunni verđi ţeirra vandi ekki ţeim ofviđa. Vissulega er reynt ađ forgangsrađa málum. Í svari frá Velferđarsviđi kemur fram ađ reynt sé ađ taka bráđamál fram fyrir og mál sem ţoli biđ séu látin bíđa. Flest mál hafna í hinum svokallađa  3. flokki en ţađ er flokkur mála sem ţolir „biđ“ samkvćmt flokkunarmati skólaţjónustu.

Bráđamál og málin sem sögđ eru „ţola biđ“
Enginn getur međ fullu vitađ hvađ er ađ gerast hjá barninu á međan ţađ bíđur eftir ţjónustu. Vel kann ađ vera ađ á međan á biđinni stendur vaxi vandinn og getur á einni svipstundu orđiđ bráđur vandi sem ekki hefđi orđiđ hefđi barniđ fengiđ fullnćgjandi ađstođ á fyrri stigum. Dćmi um bráđamál eru börn sem viđhafa sjálfsskađa, eru jafnvel komin međ  sjálfsvígshugsanir eđa byrjuđ í neyslu. Fullvíst er ađ ţegar svo er komiđ hefur vandinn átt sér ađdraganda. Mál barns verđur ekki bráđamál á einni nóttu heldur hefur líklega veriđ ađ krauma mánuđum saman.

Börn eiga ekki ađ ţurfa bíđa eftir ţjónustu af ţessu tagi nema í mesta lagi 3-4 vikur. Međ margra mánađa biđ er veriđ ađ taka áhćttu. Ţeir foreldrar sem hafa fjárráđ sćkja ţjónustu fyrir barn sitt hjá sjálfstćtt starfandi fagađila. En ţađ hafa ekki allir foreldrar efni á ţví. Barn sem fćr ekki ađstođ viđ hćfi fyrr en eftir dúk og disk er í mun meiri áhćttu á ađ grípa til örţrifaráđa eins og sjálfsskađa og jafnvel sjálfsvígstilrauna. Slakt ađgengi ađ fagţjónustu getur kostađ líf.

Kolbrún Baldursdóttir, sálfrćđingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur
Birt í Fréttablađinu 16. mars 2021

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband