Að ríkisstjórnin beiti sér umsvifalaust fyrir því að tryggja lagaheimildir

Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu á fundi mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráðs æu dag að Ráðið hvetji ríkisstjórnina til að beita sér umsvifalaust fyrir því að tryggja lagaheimildir fyrir nauðsynlegum sóttvarnaraðgerðum á landamærum svo vernda megi samfélagið gegn heimsfaraldrinum án þess að mannréttindi fólks séu brotin. Sóttvarnarlæknir hefur varað við því að án heimilda til að skylda fólk í sóttkví undir eftirliti verði ekki hægt að koma í veg fyrir að smit berist inn í landið og dreifist. Það er ljóst að breyta þarf sóttvarnarlögum til að koma á slíkum aðgerðum. Við eigum að virða mannréttindi og fylgja settum lögum. Við eigum einnig að tryggja öryggi og heilsu fólks. Við þurfum að koma í veg fyrir frekari bylgjur faraldursins þar til hjarðónæmi er náð. Nú er nauðsynlegt að takmarka frelsi fólks tímabundið svo hægt sé að koma í veg fyrir þá almannahættu sem faraldurinn getur valdið ef önnur smitbylgja fer af stað. Því ber okkur skylda til að tryggja lagaheimildir fyrir tillögum sóttvarnarlæknis sem jafnframt uppfylla kröfur stjórnarskrár um mannréttindi. Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð er í fyrirsvari af borgarinnar hálfu á sviði mannréttinda og því er það verkefni ráðsins að láta í ljós afstöðu sína og kalla eftir aðgerðum ríkisstjórnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband