Með frá upphafi ella bara reiði og sárindi

Á fundi skipulags- og samgönguráðs var kynning um Lækjartorg samkeppni og einni var fjallað um Laugaveginn í 9 skrefum

Þetta er allt gott og vel en allt er þetta í skugga ótrúlegra leiðinda sem ríkt hafa vegna þessa svæðis, þá helst að breytingar þ.m.t. lokanir gatna fyrir umferð voru ekki unnar með hagaðilum eins og þekkt er orðið. Ég hef gagnrýnt aðferðarfræðina sem skipulagsyfirvöld nota sem er vís með að valda úlfúð. Fyrst eru teknar ákvarðanir og síðan er farið í samráðsferli. Þeir sem taka ákvarðanir eru yfirvöld sem leiðbeint er af embættismönnum og aðkeyptum ráðgjöfum, sérfræðingum sem mynda gjarnan stýrihópa. Hér er farið öfugt að. Í stýrihópum eiga að sitja fulltrúar fólksins, borgarbúa úr öllum hverfum, hagsmunasamtökum sem eru þá með í upphafi, eru með í ákvarðanatökunni í stað þess að vera boðið að borðinu þegar búið er að taka ákvörðun um stóru myndina. Ég reyni að lýsa þessu í eftirfarandi bókunum:

Bókun Flokks fólksins við kynningu Lækjartorg, samkeppni:

Kynning er á undirbúningi samkeppni um endurbætur á Lækjartorgi og farið yfir skilyrðin. Í þessari kynningu kjarnast kannski óánægja sem var í kringum lokun gatna á Laugaveg og Skólavörðustíg sem varð til þess að svæðið er mannlaust og rými auð. Fram kemur þegar spurt er um hvort ekki eiga að bjóða notendum og rekstraraðilum í stýrihópinn að fyrst skuli tekin ákvörðun og síðan er rætt við notendur og rekstraraðila. Þetta er það samráð sem boðið er upp á, sem er auðvitað ekki samráð heldur er fyrst tekin ákvörðun og síðan er sú ákvörðun kynnt borgarbúum og hagaðilum. Þetta heitir að tilkynna ákvörðun sem valdhafar hafa tekið en ekki verið sé að hafa „samráð“.

Fulltrúi Flokks fólksins finnst sem skipulagsyfirvöld læri ekki af reynslu, læri ekki af mistökum sínum. Öll þessi leiðindi í kringum Laugaveginn sem fræg eru orðin geta því auðveldlega endurtekið sig. Fólki, notendum og hagaðilum finnst sífellt valtað yfir sig þar sem þeir fái aldrei hafa neitt um aðalatriðin að segja. Þau fá að segja til um litlu hlutina, hvar ruslatunna á að vera, bekkur og blóm? Þessi litlu atriði eru kannski þau sem skipulagsyfirvöld eiga að ákveða en notendur sjálfir eiga að ráða stóru myndinni ef allt væri eðlilegt.

Bókun Flokks fólksins Laugavegur í 9 skrefum, framvinda:

Það sem til stendur með Laugaveg í 9 skrefum kann að vera metnaðarfullt. Talað er um teymin sem eiga að stýra þessu en í þeim er enginn fulltrúi notenda eða hagaðila. Þetta eru sérkennileg vinnubrögð. Einhver í teyminu heldur síðan utan um að upplýsa notendur um ákvarðanir teymisins. Þessi aðferðarfræði vísar ekki á gott. Bjóða á notendum um borð frá byrjun, fulltrúa hagaðila, fulltrúa hverfa og fleirum. Þetta er miðbær okkar allra en ekki þröngs hóps sérfræðinga eða skipulagsyfirvalda. Aðferðarfræðin sem notuð hefur verið t.d. með göngugötur og lokanir gatna hefur skilið eftir sárindi fjölmargra, notenda og hagaðila. Kannski átti engin von á að svo sterkt orsakasamhengi myndi vera milli lokunar fyrir umferðar og hruns fjölda verslana. Þegar vísbendingar um að slíkt orsakasamhengi raungerist átti að staldra við og finna nýjan og hægari takt í aðgerðum sem fleiri gætu sætt sig við. Sá meirihluti sem nú ríkir lagði áherslu í upphafi kjörtímabils að hafa fólkið með í ráðum svo á það sé nú minnt hér í þessari bókun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband