Hlýjar götur, borgargötur, þar sem aldrei er rok eða rigning hvað þá snjór

Skýrsla um borgargötur var lögð fram á fundi borgarráðs í morgun. Flokkur fólksins bókaði eftirfarandi:

Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010–2030 eru notuð hugtökin aðalgata og borgargata um þær götur sem taldar eru lykilgötur í hverju hverfi. Á þessum hugtökum er þó skilgreindur munur; aðalgata tekur til starfsemi við götuna á meðan borgargata tekur til hönnunar og útlits götunnar. Í skýrslunni segir að útlit skipti miklu máli fyrir borgargötu, fallegt umhverfi, (hlýleiki og skreytingar) til að þeir sem ekki eru á bíl líði vel að ferðast um götuna. Birtar eru fallegar myndir af mannvænum götum. Í myndskreytingum vantar hins vegar rokið, snjóinn og regnið, en til þeirra þátta þarf einnig að taka tillit til. Fram kemur að Reykjavíkurborg hafi stefnu um líffræðilega fjölbreytni. Um hvað snýst sú stefna? Er þetta ekki bara eitthvað sem er sagt en ekkert er á bak við. Fjölbreytt ræktun í einstökum beðum er ekki líffræðileg fjölbreytni.
borgargata


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband