77 börn á tveimur mánuðum

Biðlisti barna eftir þjónustu fagaðila skólanna í Reykjavík hefur lengst um 77 börn á tveim mánuðum.
Þann 1. mars voru 956 börn á bið eftir skólaþjónustu.
Þeim hefur fjölgað síðan þá og voru 1.033 1. maí s.l. en margar beiðnir um skólaþjónustu hafa borist síðustu mánuði.
Meirihlutinn lyftir ekki hendi til að taka á þessari neikvæðu þróun. Vandinn bara vex. Ég kom inn á þetta ítrekað á fundi borgarstjórnar í gær en mætti aðeins skerandi þögn meirihlutans sem sýndi engin viðbrögð og engin svipbrigði.
1033 börn bíða núna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband