Tillagan um vinnumiðlun eftirlaunafólks felld í borgarstjórn

Tillagan um að borgarstjórn samþykki að setja á laggirnar Vinnumiðlun eftirlaunafólks í Reykjavík var felld í borgarstjórn 15. júní sl.
 
Bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að borgarstjórn samþykki að setja á laggirnar Vinnumiðlun eftirlaunafólks í Reykjavík. Tillagan er felld en á sama tíma segir borgarstóri að mál af þessu tagi sé í skýrum farvegi? Hvaða farvegur er það spyr fulltrúi Flokks fólksins?

Fulltrúa Flokks fólksins finnst sem málefni eldri borgara fái ekki mikið vægi í borgarstjórn og sjaldan en minnst á þennan aldurshóp t.d. í mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráði.

Þessi tillaga sem hér um ræðir byggir á sænskri fyrirmynd, þar sem eftirlaunafólk getur skráð sig og tekið að sér afmörkuð verkefni. Hugmyndin er að nýta þekkingu og verkkunnáttu eldri borgara og eftirlaunafólks og vinna í leiðinni gegn einmanaleika sem margir þeirra upplifa. Þótt fólk sé komið á ákveðinn aldur þýðir það ekki að það geti ekki gert gagn lengur.

Aðstæður þessa hóps eru afar ólíkar. Stór hópur eftirlaunafólks hefur verið á vinnumarkaði á öllum sínum fullorðinsárum og hefur haft mikla ánægju af vinnunni enda er hún oft einnig áhugamál fólks. Allt samfélagið myndi njóta góðs af því að nýta þekkingu og kunnáttu eldra fólks eins lengi og fólk hefur vilja til að vinna tímabundið.

Það eru mannréttindi að fá að vinna eins lengi og kraftar leyfa og áhugi er fyrir hendi og auðvitað án skerðinga og njót umfram allt afraksturs vinnu sinnar eins og aðrir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband