Klúðrið hjá Sorpu má ekki tala um

Er að hlusta á viðtal í Sprengisandi við stjórnarformann Sorpu og verð að segja að maður fyllist depurð því ekki var hlustað á varnarorð m.a. frá Flokki fólksins í borgarstjórn sem finna má í bókunum frá 2019. Það eru eilífar afsakanir á þessu Sorpuklúðri, ekki síst GAJU klúðri. Spurningar vöknuðu fyrst vegna GAJU sorp- og jarðgerðarstöðina 2016. GAJA átti að taka við öllum úrgangi af höfuðborgarsvæðinu og framleiða hágæða moltu og metangas. Ekki var farið í útboð og var það kært. Aikantæknin var valin frá Danmörku. Innri endurskoðun fór að skoða þetta mál og skilaði svartri skýrslu. Fyrrverandi framkvæmdarstjóri var sagður hafa gefið villandi upplýsingar og fjölþætt eftirlitskerfi brást. Stundin lýsir GAJU ævintýrinu sem töfrabragði. GAJA átti að geta tekið blandað sorp og gert úr því hágæða moltu. Blása átti plast frá og veiða málma úr sorpinu með segli. Mörg varnarorði voru uppi en stjórn Sorpu hlustaði ekki.

Niðurstaðan er plastmenguð molta með blýi, þungamálmum og gleri, mengun langt yfir viðmiði. Sorpa hefur reynt að þagga og hindra aðgengi að gögnum. Sorpa hefur neitað að afhenda sýni. Gögn voru loks afhent sem sýnir að 1.7% af moltu var plast. Eingöngu var mælt plast sem var 2 mm eða stærra, sem sást með augunum. Viðmiðið er 0.5%. Framkvæmdin fór 6.1 milljarð fram úr áætlun. Moltan er nánast ónothæf og ekki hefur tekist eða er vilji til að selja metangas sem er þess í stað brennt á báli. Strætó er ekki einu sinni að kaupa strætó. Tveir vagnar eru á döfinni. Strætó ætlar að veðja á rafmagnið. GAJU ævintýrið var bara einhver draumsýn sem kostað hefur borgarbúa ómælt fjármagn. Fjármagnið sem farið hefur í þetta er ævintýralegt. Neyðarlán þurfti að taka og einnig þurfti að lengja í láni og taka yfirdráttarlán svo fátt sé nefnt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband