Vil bara láta á ţetta reyna međ skólamöppurnar og Múlalund

Ég vil bara láta reyna á ţetta mál međ skólamöppur og Múlalund. Ţess vegna setti ég inn ţessa tillögu í skóla- og frístundaráđi 24. ágúst.
Skóla- og frístundaráđsfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóđandi tillögu ađ skóla- og frístundaráđ kaupi skólamöppur frá Múlalundi:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til ađ skóla- og frístundaráđ kaupi skólamöppur frá Múlalundi.

Fram til ţessa hefur Reykjavíkurborg hunsađ Múlalund – vinnustofu SÍBS varđandi kaup á margskonar skólavörum ólíkt öđrum sveitarfélögum. Í ţrjú ár hefur Múlalundur, sem er vinnustofa fyrir fólk međ skerta starfsorku, reynt ađ fá Reykjavíkurborg ađ samningaborđinu. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til ađ ţessu verđi breytt hiđ snarasta og ađ Reykjavíkurborg hefji viđskipti viđ Múlalund enda ekki stćtt á öđru.Um 80 prósent starfsmanna Múlalundar er međ lögheimili í Reykjavík og ţađ eru löng biđ eftir plássi ţar. Ţótt vörur séu íviđ dýrari ţá er ţađ dropi í hafiđ. Á móti skapar Reykjavíkurborg atvinnu fyrir hóp sem er í brothćttri stöđu. Starfsemin í Múlalundi er félagslega- og tilfinningalega mikilvćg fyrir starfsfólkiđ. Borgin vill ekki versla viđ Múlalund en vill ađ Múlalundir ráđi fleiri starfsmenn til ađ framleiđa vörur sem Reykjavíkurborg vill ekki kaupa. Ţetta er óskiljanlegt. Fulltrúi Flokks fólksins lagđi fram fyrirspurn í júlí af hverju ekki er verslađ viđ Múlalund. Í svari verst fjármálasviđiđ međ ţví ađ bera viđ rammasamningi. Reykjavíkurborg hefur fulla heimild til ţess ađ víkja frá rammasamningum ţegar um er ađ rćđa viđskipti viđ verndađa vinnustađi eins og Múlalund.
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband