Biđ getur kostađ líf

 
Fyrsta ţingverkiđ, óundurbúin fyrirspurn beint til mennta- og barnamálaráđherra.

Virđulegi forseti.

Spurningu minni er beint til hćstvirts mennta- og barnamálaráđherra, sem fulltrúa barnamála í ríkisstjórninni.

Biđlistar barna eftir fagţjónustu hjá stofnunum ríkisins eins og Ţroska og hegđunarstöđ, Greiningar- og ráđgjafarstöđ og BUGL eru í sögulegu hámarki.
Međalbiđtíminn er frá einu og upp í tvö ár eftir ţeirri ţjónustu sem um rćđir. Ţúsundir barna eyđa stórum hluta ćsku sinnar á biđlistum. Sem dćmi biđu í lok árs 2021 77 börn eftir göngudeildarţjónustu á BUGL, 39 börn eftir Transteymi og 17 börn eftir Átröskunarteyminu. 95 af ţessum börnum hafa beđiđ lengur en 3 mánuđi.

Rannsóknir og lćrđar skýrslu sýna niđurstöđur um vaxandi vanlíđan barna. Ţađ er mikiđ áhyggjuefni. Vaxandi vanlíđan barna var áhyggjuefni fyrir Covid en hefur nú versnađ enn frekar.
Spurningin er ţessi:
Hefur hćstvirtur mennta- og barnamálaráđherra látiđ kanna hvernig börnin á biđlistanum eru stödd tilfinninga- og félagslega, sérstaklega ţau sem hafa beđiđ eftir fagţjónustu í marga mánuđi eđa jafnvel ár?

Hefur veriđ rćtt viđ börnin sjálf sem eru á biđlistanum og foreldra ţeirra um hvernig ţau eru ađ höndla biđina?

Ef ekki, hefur ráđherra áhuga á ađ ráđast í slíka úttekt?

Rannsóknir hafa ítrekađ sýnt ađ vandi barna sem ekki fá viđhlítandi sálfrćđi- og geđlćknaţjónustu er líklegur til ađ vaxa. Barn sem ţarf ađ bíđa lengi eftir nauđsynlegri ţjónustu vegna andlegrar vanlíđunar er í mun meiri áhćttu međ ađ grípa til örţrifaráđa eins og sjálfsskađa og sjálfsvígshugsana. Á međan á langri biđ stendur getur mál sem flokkađ er „ađ ţoli biđ“ orđiđ ađ bráđamáli. Fullvíst er ađ ţegar mál er orđiđ ađ bráđamáli ţá hefur vandinn átt sér ađdraganda og fengiđ ađ krauma á međan á biđ eftir ţjónustu stendur. Biđ getur kostađ líf og hefur jafnvel gert ţađ.
mynd alţingi 1 1

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband