Kemstu ekki á Hestháls?

Á vef Strætó bs. kemur fram að frá og með 1. mars hættir Strætó bs. að taka við pappírs farmiðum í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni og er þá aðeins í boði að nota Klapp greiðslukerfi.

Þessi breyting á eftir að valda mörgum miklum vanda.
Það er hópur fólks sem af ýmsum ástæðum notar ekki tölvur til að fara inn á Mínar síður. Um er að ræða ákveðinn hóp fatlaðra, eldra fólks og fólks af erlendum uppruna t.d. hælisleitendur sem ekki tala tungumálið.

Hvernig á þessi hópur að bera sig að?

Á vef Strætó bs.segir einnig:

Þeir sem komast ekki á Hestháls 14 geta sent okkur farmiðana sína í pósti.

Ef þú kýst að senda okkur miðana í pósti, þá er nauðsynlegt að fylgja þessum skrefum:

Stofnaðu aðgang að „Mínum síðum“ með símanúmeri eða netfangi.

Mínar Síður

Sendu farmiðana í pósti á heimilisfangið: Strætó bs. Hestháls 14, 110 Reykjavík
Nauðsynlegt er að hafa nafn, símanúmer eða netfang með í bréfinu. Við leggjum inneign á „veski“ viðkomandi símanúmers eða netfangs sem fylgir með bréfinu.
Hér er gert ráð fyrir að allir hafi rafræn skilríki og geti farð inn á Mínar síður.

Ég mun í næstu viku leggja fram eftirfarandi tillögur:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að hægt verði að nota áfram pappírsmiða í strætó enda ekki allir sem eiga snjall/farsíma eða tölvur hvað þá að þeir treysti sér inn á Mínar síður

Lagt er til að útibú Strætó bs. verði víðar í borginni s.s. í Mjódd, á Hlemmi og jafnvel víðar til að aðstoða þá sem ekki treysta sér til að kaupa inneign í Klapp í gegnum síma eða fara inn á Mínar síður.

Greinargerð með tillögunni

Klapp nýja greiðslukerfi Strætó hefur valdið sumu fólki miklum vandræðum. Áður hefur fulltrúi Flokks fólksins bent á athugasemdir fatlaðs fólk um Klapp en einungis er hægt að skrá sig með rafrænum skilríkjum. Ákveðinn hópur fatlaðra og einnig eldra fólks, innflytjenda og hælisleitenda eru ekki með rafræn skilríki. Hælisleitendur sem dæmi geta ekki sótt um rafræn skilríki og það er hópur sem notar strætó mikið.

En er hópur fólks aðeins með peninga, seðla þótt þeim fari fækkandi. Fulltrúa Flokks fólksins finnst það ekki tímabært að loka á möguleikann að nota pappírsmiða. Útibú sem selja pappírsfarmiða þurfa að vera víðar um borgina svo fólk þurfi ekki að endasendast upp á Hestháls.

Fólk af erlendum bergi sem t.d. talar ekki tungumálið er margt hvert í tómu veseni núna eftir að þessu var breytt. Mikið af fólki, t.d. hælisleitendum býr í Breiðholti og er Mjóddin skiptistöð fyrir margt af þessu fólki. Þetta fólk á erfitt með að finna leið sína upp í Hestháls og á jafnvel ekki lengur miða til að fara í strætó. Nú er þeim bara sagt að skrá sig inn á Mínar síður, fólk sem hefur ekki möguleika á að fá rafræn skilríki, fólk sem ekki notar tölvur og þekkir ekki Mínar síður.

Mjóddin var og er besti staðurinn til að þjónusta strætófarþega með strætómiða eða kort.Einnig Hlemmur og spöngin

Það skýtur einnig skökku við þegar horft er upp á að þjónusta sem hér um ræðir hefur versnað en á sama tíma er meira lagt í rými og góða aðstöðu fyrir yfirstjórn Strætó bs.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að Strætó bs. hugsi hlutina upp á nýtt og að þessu sinni út frá þjónustuþegum. Færa á þjónustuna til fólksins en ekki öfugt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband