Geislabaugurinn á Lćkjartorgi á ís

Á annađ hundrađ flóttamenn frá Úkraínu hafa óskađ eftir hćli hérlendis. Vćntanlega verđur tekiđ á móti um 2.000 manns. Sumir snúa jafnvel aldrei aftur heim. Miklu skiptir ađ ţetta fólk mćti hér hlýju, skilningi og fjölţćttri ađstođ.

Margt ţessa stríđshrjáđa fólks mun setjast ađ međ börn sín í Reykjavík. Viđ getum átt von á 200 úkraínskum börnum til Reykjavíkur, jafnvel fleiri. Borgarbúar, fyrirtćki og stéttarfélög hafa bođiđ fram húsnćđi af öllu tagi. Ţak yfir höfuđiđ er frumskilyrđi.

Flóttamennirnir koma hingađ allslausir. Hlutverk Reykjavíkurborgar er ađ veita flóttafólkinu fjárhagslega og félagslega ađstođ. Börnin ţurfa ađ komast sem fyrst í leik- og grunnskóla, í frístund og tómstundir. Mikilvćgt ađ ţau geti sem allra fyrst lifađ eđlilegu og öruggu lífi.

Bíđa međ fjárfrekar framkvćmdir Ljóst er ađ nú ţarf borgarmeirihlutinn ađ endurskođa útdeilingu fjármagns. Fresta fjárfrekum framkvćmdum. Geislabaugurinn skrautlegi á Lćkjartorgi verđur ađ fara á ís. Sama gildir um önnur verkefni sem ekki eru nauđsynleg.

Flokkur fólksins vill breyta forgangsröđun viđ útdeilingu fjármagns. Setja á fólk og ţarfir ţess í fyrsta sćti. Međ komu úkraínsku barnanna bćtist í hóp barna sem ţarfnast ađstođar af ýmsu tagi. Meirihlutinn getur ekki lengur lamiđ hausum viđ steininn. Flokkur fólksins skorar á borgarstjóra og meirihlutann ađ sýna lit. Langir biđlistar eru eftir ađstođ af öllu tagi í Reykjavík. Börnin, sem bíđa eftir fagţjónustu skóla, eru 1804. Langur biđlisti er eftir félagslegu húsnćđi og sértćku fyrir fatlađa. Ef spilin verđa ekki endurstokkuđ er hćtta á ađ Reykjavíkurborg axli hvorki ábyrgđ sína um lögbundna ţjónustu né megni ađ sinna stríđshrjáđum fjölskyldum frá Úkraínu.

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík

Birt í boxinu í Fréttablađinu 17. mars 2022


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband