Stokka upp á nýtt

Borgarstjórnarfundur stendur yfir.
Hér er bókun Flokks fólksins við umræðu um aðkomu Reykjavíkur að fjölþættri aðstoða fyrir flóttamenn frá Úkraínu:
 
Flóttamennirnir koma hingað til landsins allslausir. Hlutverk Reykjavíkurborgar er að veita flóttafólkinu fjárhagslega og félagslega aðstoð. Börnunum er nauðsyn að komast sem fyrst í leik- og grunnskóla og í frístund.

Nú þegar fjöldi stríðshrjáðs fólks streymir til landsins hlýtur borgarmeirihlutinn að verða endurskoða útdeilingu fjármagns úr borgarsjóði. Fresta ætti fjárfrekum framkvæmdum sem geta beðið betri tíma. Geislabaugurinn sem fyrirhugað er að rísi á Lækjartorgi verður að fara á ís. Sama gildir um mörg önnur sambærileg verkefni sem ekki eru nauðsynleg og jafnvel engin er að biðja um.

Flokkur fólksins hefur talað ítrekað um að breyta þurfi forgangsröðun þegar fjármagni er útdeilt. Með komu úkraínsku barnanna bætist í hóp barna sem þarfnast aðstoðar af ýmsu tagi. Þótt fjármagn komi frá ríkinu í einstök verkefni ber sveitarfélagið sína fjárhagslegu ábyrgð sem og siðferðislega.
Kallað er eftir nýrri hugsun, nýrri nálgun í borgarstjórn enda ekki vanþörf á. Langir biðlistar eru eftir aðstoð af öllu tagi í Reykjavík. Í biðlistaborginni Reykjavík bíða nú 1804 börn eftir fagþjónustu skóla.

Ef spilin verða ekki endurstokkuð með þarfir fólks í forgangi, er hætta á að Reykjavíkurborg axli hvorki ábyrg sína um að veita lögbundna þjónustu né megni að sinna stríðshrjáðum fjölskyldum frá Úkraínu.
borg mynd 1 15.3 1
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband