Konur í sárri neyđ í Reykjavík
26.4.2022 | 07:03
Hér er grein eftir okkur Natalie G. Gunnarsdóttur sem skipar 4. sćti á lista Flokks fólksins.
Konur í sárri neyđ í Reykjavík.
Mikil vöntun er í Reykjavík á húsnćđi og neyđarskýlum fyrir konur međ fjölţćttan vanda. Neyđ heimilislausra kvenna er meiri en karla ţví ţćr hafa ekki sömu úrćđi í neyslu og karlar. Á götunni snýst allt um ađ lifa af og ţađ getur leitt af sér enn meiri áföll. Ţar er konum nauđgađ, ţćr eru fórnarlömb mansals og misţyrminga og verđa sífellt ađ vera á varđbergi. Kerfiđ í borginni má ekki bregđast konum í svo bágri stöđu.
Konukot er komiđ ađ ţolmörkum hvađ rými varđar. Á ári hverju sćkja um 100 konur ţjónustu Konukots en heimilisleysi kvenna er oft faliđ og ţví má gera ráđ fyrir ađ talan sé mun hćrri. Í Covid faraldrinum var sett á laggirnar sérstćkt úrrćđi fyrir konur. Ţađ bćttist viđ Konukot og var starfrćkt allan sólarhringinni. Úrrćđiđ reyndist vel en ţví var samt lokađ ţegar faraldurinn rénađi. Skilabođin sem Reykjavíkurborg sendir međ ţví ađ loka ţessu litla úrrćđi međan milljörđum er mokađ í umdeilanleg verkefni eru ađ líf ţessara kvenna sé ekki mikils virđi.
Bregđumst strax viđ vandanum!
Flokkur fólksins vill ađ Reykjavíkurborg horfist strax í augu viđ sáran vanda heimilislausra kvenna og axli ţar ábyrgđ. Neyđarskýli verđa ađ standa ţeim opin allan sólarhringinn og einnig ţarf ađ finna ţeim varanleg úrrćđi. Ţađ kallar á auknar fjárheimildir. Auk ţess ađ tryggja ţessum hópi ţak yfir höfuđiđ á ţeirra forsendum, viljum viđ í Flokki fólksins ađ unnin sé meiri fyrirbyggjandi vinna fremur en ađ einblína ađeins á ađ slökkva elda. Húsnćđi fyrst ađferđafrćđin kveđur á um ađ öruggt ţak yfir höfuđiđ sé bćđi grunnţörf og grundvallarmannréttindi. Ađeins ţegar ţessari grunnţörf sé mćtt, geti einstaklingurinn ráđiđ viđ ađrar áskoranir. Heimili er ţví forsenda fyrir árangri vímuefnameđferđar eđa međferđar viđ geđrćnum vanda međal kvenna á vergangi.
Heimilisleysi velur sér engin. Ţađ er félagsleg afleiđing áfalla ţar sem kerfiđ hefur brugđist. Ţessar konur ţurfa faglegan stuđning til ađ geta komiđ lífi sínu á réttan kjöl. Viđ í Flokki fólksins ćtlum ađ svara ţví kalli.
Fólkiđ fyrst svo allt hitt!
Natalie Guđríđur Gunnarsdóttir, stuđningsfulltrúi og háskólanemi, skipar 4. sćti á frambođslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningum.
Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins og sálfrćđingur, skipar 1. sćti á frambođslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningum.
Birt í Fréttablađinu 26. apríl 2022