Dýrkeypt fjarlćgđ milli barna og sálfrćđinga

Árum saman hef ég sem sálfrćđingur og borgarfulltrúi barist fyrir ţví ađ sálfrćđingar hafi ađsetur í skólunum sjálfum frekar en á ţjónustumiđstöđvum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur hunsađ ţetta mikilvćga mál.

Hinn 27. júní 2018 lagđi ég sem borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu í Skóla- og frístundarráđi um ađ skólasálfrćđingur vćri í hverjum skóla í Reykjavík og ađ skólar yrđu valdefldir međ ţeim hćtti ađ ţeir réđu sjálfir til sín skólasálfrćđinga međ ađsetur í skólum og tćkju viđ verkbeiđnum frá nemendaverndarráđum. Í lögum segir ađ börn skuli hafa ađgang ađ sérfrćđiţjónustu ţar á međal sálfrćđiţjónustu. Tillögunni var vísađ til velferđarráđs ţar sem henni var hafnađ.

 

Biđlisti barna lengst á kjörtímabilinu vegna m.a. fjölgunar tilvísana

Sálfrćđingar hafa ađsetur á ţjónustumiđstöđvum og ferđast ţađan út í ţá skóla sem ţeim ber ađ sinna til ađ ţjónusta börn. Á biđlista eftir fagfólki skóla eru nú rúmlega 1800 börn og ţar af rúmlega 1000 börn sem bíđa eftir sálfrćđiţjónustu af einhverju tagi, ýmist viđtölum eđa greiningu. Stöđugildi sálfrćđinga eru 25,8 sem ţjónusta 80 leikskóla og 44 grunnskóla. Áćtlađ er ađ u.ţ.b. 10 stöđugildi sinni leikskólum og 15,8 sinni grunnskólum borgarinnar.

Hinn 4. maí fékk ég svar frá velferđarsviđi viđ eftirfarandi fyrirspurn um kostnađ viđ ferđir sálfrćđinga út í skólana, sundurliđun eftir hverfum og eftir ferđamáta:

Kostnađur viđ ferđir sálfrćđinga út í skóla međ leigubíl er 1.555.359
Kostnađur vegna aksturssamninga er 1.821.255
Heildarkostnađur 2.852.968

Af svari má sjá ađ kostnađur viđ ferđir sálfrćđinga til og frá skóla er talsverđur en sálfrćđingar fara ýmist međ leigubílum eđa eru međ aksturssamninga. Um er ađ rćđa 31 sálfrćđing og er međalkostnađur á hvern tćp hálf milljón.

Ef horft er á ţetta raunsćtt vekur ţađ ekki  mikla furđu hvađ illa gengur ađ vinna niđur biđlista barna til sálfrćđinga og annarra fagađila skóla s.s. talmeinafrćđinga.  Biđlistinn hefur lengst gríđarlega en hann var 400 börn áriđ 2018. Viđ listann hafa bćst um 1500 börn á kjörtímabilinu.

Hvorki í ţágu barna né kennara

Óskiljanlegt er af hverju ţessu er ekki breytt. Ađ sálfrćđingar hafi ađsetur á ţjónustumiđstöđvum frekar en út í skólum er bćđi óhagkvćmt og hvorki í ţágu barnanna né kennara. Sálfrćđingar eiga ađ hafa ađsetur í skólum til ađ sinna málum barnanna í nálćgđ og ţá sparast háar upphćđir sem fara í leigubílakostnađ svo ekki sé minnst á tímann sem tekur ađ fara á milli stađa.

Ég var sjálf um 10 ára skeiđ skólasálfrćđingur í Hafnarfirđi og var međ skrifstofu í skólanum. Ţar gat ég veriđ til taks, veitt ráđgjöf til kennara og foreldra eftir atvikum milli ţess sem ég var međ börn í viđtölum og greiningu. Ein af ţeim rökum sem nefnd hafa veriđ sem stríđir gegn ţví ađ sálfrćđingar hafi ađstöđu í skólum er plássleysi. Ţađ kann ađ vera raunverulegt í sumum skólum en dćmi eru um lausnir. Ein slík er ađ hjúkrunarfrćđingur skóla og sálfrćđingur skipti međ sér skrifstofu.

Ţađ er sýnilegur hagur allra ađ hafa sálfrćđinga skóla alfariđ innan veggja skólanna og ţví má telja víst ađ plássleysi verđi ekki ástćđa til ađ hindra ţađ. Fái Flokkur fólksins framgang í komandi kosningum 14. maí mun ţađ vera eitt af fyrstu verkum flokksins ađ skođa međ markvissum hćtti međ skólastjórnendum og skólastjórnendum hvort hćgt sé ađ flytja ađsetur ţeirra út í skólanna. Annađ brýnt verkefni er ađ auka fjárheimildir til velferđarsviđs til ađ hćgt sé ađ fjölga sálfrćđingum skóla svo vinna megi markvisst ađ ţví ađ eyđa biđlistum sem hefur veriđ svartur blettur borgarstjórnarmeirihlutans í mörg ár.

Kolbrún Baldursdóttir, sálfrćđingur, oddviti Flokks fólksins  skipar 1. sćti á lista flokksins í komandi borgarstjórnakosningum

Greinin var fyrst birt á vef Mannlífs 10. maí 2022

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband