Stappið með Klappið

Stappið með Klappið tekur engan enda. Í gær lagði ég fram fyrirspurn vegna Klapp vandræða eftir að hafa fengið símtal frá notanda Strætó bs.


Fulltrúi Flokks fólksins hefur fengið fjölda ábendinga vegna Klapp greiðslukerfisins og vandamála með notkun þess. Það má nefna reynslu notenda sem hafa keypt Klappkort og eru til dæmi um notendur sem kaupa 4 kort sem hvert um sig á að duga í 10 ferðir. Kortin hafa verið keypti í Mjódd og nýtt í heimferð með strætó. Til þess að komast úr Mjóddinni heim getur verið nauðsynlegt að skipta um vagn og nota klappkortið aftur í næsta vagn. Í stað þess að greiða far með gömlu strætómiðunum og fá skiptimiða þurfa notendur að „klappa“ fjórum sinnum sömu leið, og þá eru eftir sex ferðir af tíu sem hvert kort býður upp á. Erlendir ferðamenn og trúlega fólk utan af landi getur ekki borgað með peningum og er talið að margir útlendingar geti verið í vandræðum því þeir fá ekki far nema þeir séu með Klapp. Svo er líka óskað upplýsinga um gildistíma kortanna en notendur hafa bent á að hafa fengið athugasemdir um að bílstjórar hafi talið að kortið væri útrunnið stuttu eftir kaup.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband