Pilates æfingakerfið lofar góðu.

Pilates æfingakerfið er spennandi valkostur fyrir þá sem vilja bæta heilsuna og styrkja líkamann.
Ég hef nýlega byrjað á slíku námskeiði og komu þessar æfingar mér skemmtilega á óvart. Fyrir þá sem stunda hefðbundna líkamshreyfingu eins og fara á líkamsræktarstöðvar og/eða skokk og/eða göngu þá eru Pilates góð viðbót og gefur einnig vissa tilbreytingu.  Það er ekki langt síðan ég vissi ekki hvað Pilates var, ég hafði hreinlega aldrei heyrt þetta nefnt. Eins og segir á heimsíðu þeirra sem bjóða upp á einkatíma og námskeið í þessum æfingum þá bætir Pilates æfingakerfið:
Orku og vellíðan
Sveigjanleika, styrk og jafnvægi
Líkamsstöðu
Verki í baki, háls og öxlum
Gigtarverki
Ónæmiskerfið

Líklega þarfnast þetta æfingarkerfi betri kynningar. Ég mæli eindregið með að fólk sem hefur áhuga á almennu heilbrigði kynni sér þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Kolbrún

Mátti til með að skrifa inn hjá þér.. Þar sem ég er Pilates þjálfari hjá Pilates stúdióinu fannst mér mjög gaman að lesa færsluna hjá þér.. Má til að spyrja hvar þú ert á námskeiði..

Kv Kolla

Kolla (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 19:52

2 Smámynd: mongoqueen

Já ég hef heyrt mjög gott af þessu æfingakerfi, þekki eina sem er í hörkuformi og mætir í ræktina daglega og er farin að stunda pilates æfingar með, og henni finnst þetta  sko ekkert skítlétt Segir að þetta sé eitt af því allra besta sem hún hefur prófað lengi.

Kannski maður fari bara að bæta þessu við prógrammið hjá sér

mongoqueen, 21.6.2007 kl. 21:45

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband