Eru íslenskir foreldrar kærulausir?

Svo segir í fréttum í Mbl frá föstudeginum sl., alla vega að kæruleysi sé ríkt í íslenskum foreldrum. Þetta megi t.d. sjá í sundlaugum.  Þar séu margir foreldrar allt of afslappaðir (kærulausir) og leyfi ungum börnum sínum að leika sér í lauginni án þess að vera gætt af fullorðnum einstaklingi.

Kannski er þessi afslöppun eða kæruleysi innbyggt í þjóðarsálinni. Við erum mörg hver, alla vega hér í Reykjavík, alin upp með annan fótinn í sundi og það virðist vera svo víðs fjarri að slys geti átt sér stað jafnvel í lauginni þar sem hún er grynnst. En allur er varinn góður og engum langar að ætla að verða vitur eftir á þegar slysin hafa átt sér stað. Þess vegna verðum við að vera mátulega stressuð og hreinlega aldrei líta af ungum börnum í sundlauginni eða pottunum hvort sem í sundlaugum eða heima í garði.

Á sömu síðu segir að foreldrar geti orðið skaðabótaskyldir gagnvart barni sínu sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða í sundlaugaslysum vegna þess að þeir hafa vanrækt eftirlitsskyldu sína. Á þetta þá ekki líka við ef sýnt þykir að foreldrar hafi sýnt vanrækslu á ýmsum öðrum sviðum sem hugsanlega hefur leitt til þess að barnið hafi borið andlegan eða líkamlegan skaða af?  Til dæmis ef barn verður fyrir bíl eða meiðist. Nú ef barn hefur verið skilið eitt eftir eftirlitslaust á heimili og svona mætti eflaust lengi telja. 
Kannski það verði algengt í framtíðinni að börn fari upp til hópa að lögsækja foreldra sína fyrir eitt og annað sem betur hefði mátt fara í aðbúnaði þeirra á uppeldisárunum. Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Margir íslenskir foreldrar eru pottþétt of kærulausir í sundlaugum. Og ekki bara hvað varðar öryggi barna sinna heldur einnig með uppeldið á þeim. Ég verð til dæmis ofsalega pirruð ef ég er í sundi og er að reyna að synda í löginni þegar öskrandi krakkar koma og stökkva ofan í laugina. Þeir hafa stór svæði til að leika sér á en samt virðist alltaf vera skemmtilegra að vera einhvers staðar þar sem þeir mega ekki vera. Tek laugina á Akureyri sem dæmi. Þar eru rennibraut og þrír aðrir barnapottar og að auki er gamla laugin notuð sem barnalaug. Þ.e. krökkunum er leyft að hamast og leika sér í þeirri laug eins og þau vilja án þess að mikið sé sagt yfir því. Eini staðurinn þar sem þau mega ekki leika sér er nýja lögin þar sem fólk á að geta verið í friði við að synda án þess að eiga það á hættu að krakkar stökkvi ofan á hausinn á þeim eða að maður þurfi að synda í svigi vegna þess að krakkarnir eru að leika sér. Ég hef séð sundlaugaverðina koma og banna þeim þetta en ég hef aldrei nokkurn tímann séð foreldra banna þeim að leika sér í lauginni. Það er vegna þess að foreldrarnir eru annað hvort að slappa af í pottunum eða liggja í sólbaði. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.7.2007 kl. 17:44

2 Smámynd: Sveinn Arnarsson

http://svenni.blog.is/blog/svenni/entry/248027/ 


Já, ég skrifaði einmitt aðeins um slysið hérna á Akureyri fyrir stuttu, og mínar skoðanir á svona málum. Einnig man ég eftir að hafa hlustað á fyrirlestur hjá þér um hin ýmsustu málefni er snerta starfsfólk sundstaða. Íslenskir foreldar eru, SUMIR, aðeins til of kærulausir.

Sveinn Arnarsson, 2.7.2007 kl. 19:33

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband