Af misjöfnu þrífast börnin best, eða hvað?

Í Blaðinu 4. júlí er rætt við Birgittu Jónsdóttur Klasen en hún titlar sig náttúrulækni og sálfræðing. Reyndar skilst mér að Birgitta sé ekki löggildur sálfræðingur og þar að leiðandi má hún ekki titla sig sálfræðing hér á landi. En það er nú ekki efni þessa bloggs heldur það að hún segir það mikilvægt að skipta á rúmum barna einu sinni í viku til að tryggja að hreinlæti sé eins og best verður á kosið. Sérstaklega sé mikilvægt að skipta á koddum og hreinsa þá, já meira að segja þurrhreinsa þá á einhverra mánaða fresti. Ástæðan er sú að sögn Birgittu að í koddum má finna tíu til fimmtán mismunandi sveppategundir og eftir ársnotkun hefur hann safnað í sig 100 lítrum af svita.

Nú spyr ég, hvað varð um þetta sem maður heyrði svo oft hérna áður fyrr:
....af misjöfnu þrífast börnin best......  Á það ekki við lengur?

Er ekki of langt gengið í öllu þessu hreinlætisæði. Hvað með ofnæmi og ofnæmisviðbrögð sem þvottaefni, mýkingarefni, sápur og mörg önnur hreinsiefni geta framkallað.  Varla er það skárra að vera með kláða, roða og bólgna húð vegna þess að fatnaður og annað tau sem við umgöngumst er stútfullt af sterkum efnum.

Farsælast er að finna milliveg í þessu sem öðru. Ég persónulega ætla bara að halda áfram að skipta á rúmunum á tveggja vikna fresti og koddinn má alveg fara í þvottavélina þess vegna á tveggja ára fresti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísdrottningin

Að búa við sótthreinsað umhverfi að óþörfu held ég geri ekkert annað en að veikla ónæmiskerfið.

Mér þætti gaman að sjá kodda sem inniheldur 100 lítra af svita, minn koddi er alltaf þurr þegar ég leggst á hann að kveldi sama hversu lengi ég svaf á honum nóttina áður...

Ísdrottningin, 5.7.2007 kl. 16:23

2 Smámynd: Púkinn

Það er nú merkilegat að auknu hreinlæti fylgir hækkuð tíðni á asma og ofnæmi.  Nú er Púkinn ekki að segja að börn eigi að leika sér með hundaskít, en hæfilegur skammtur af óhreinindum virðist nauðsynlegur til að ónæmiskerfið fari ekki úr skorðum.

Púkinn, 5.7.2007 kl. 18:18

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hjartanlega sammála ykkur öllum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.7.2007 kl. 19:15

4 identicon

Hmm, mér finnst einu sinni í viku nú alls ekki hættulegt...
Í gamla daga voru mömmurnar nú að skipta hjá ungabörnum á hverjum degi! Það er orðið einum of...
Svo er líka bara hægt að nota Neutral, ekekrt ofnæmisvesen og minna af sterkum efnum og sápujukki.

Maja Solla (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 21:16

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég veit ekki hvort það er rétt hjá mér en mig minnir að ég hafi lesið einhversstaðar að "lækningar" hafi gert minna en ekkert gagn öldum saman en náttúrulækningar ekkert gagn en komu þó betur út en "hefðbundnar lækningar".

Benedikt Halldórsson, 6.7.2007 kl. 00:10

6 Smámynd: mongoqueen

Allt þetta hreinlætis æði er að gera útaf við mannfólkið! Hvernig var þetta hérna í gamla daga þegar fólk var ekki að nota öll þessi efni sem við gerum í dag, ekki þekktist asmi, sveppasýkingar og annað sem að ég tel vera mikið komið vegna allra þessara efna sem við notum í of miklu magni....allt er hollt og gott í hófi

mongoqueen, 7.7.2007 kl. 22:48

7 Smámynd: Haraldur G Magnússon

Þetta minnir mig á íslending sem ég hitti í Kaupmannahöfn fyrir 35árum siðan,hann sagði mér að hann væri að læra matvælatæknifræði,um þau fræði hafði ég ekki heyrt áður svo eg spurði hvað það væri.Hann sagði að það fælist aðallega í því að gerilsneyða matvæli svo vel að gerlarnir hyrfu að mestu, enn það væri svo annað seinni tíma vandamálsem skapaðist við það.Þegar líkaminn hætti að fást sjálfur við þessa gerla gæti fólk átt á hættu að sýkjast illa af áður nánast meinlausum gerlum.Er ekki allt best í hófi.

Haraldur G Magnússon, 11.7.2007 kl. 00:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband