Málið með Lúkas, var það bara múgsefjun eftir allt saman?

Er litli, skrýtni Lúkas á lífi eftir allt saman? Svo virðist vera. Sérst hefur til hans og telur eigandinn sig hafa þekkt hundinn sinn, hundinn sem átti að hafa verið drepinn á grimmilegan hátt eins og flestum landsmönnum er nú án efa kunnugt um. Samkvæmt þeim fréttaflutningi sem nú er efst á baugi er líklegt að þarna hafi verið um svæsna múgsefjun að ræða. Hópur fólks segist hafa verið vitni af því hvernig Lúkas hafi verið pyntaður til dauða. Þessi sami hópur gefur skýrslu um það sem það varð vitni af. Nú virðist sem svo að þetta sé allt einhver uppspuni. Já eins og þetta lítur út nú virðist sem hér sé um klára múgsefjun að ræða.
Síðan fer sagan af stað með hjálp fjölmiðla og auðvitað trúir fólk því sem það les. Hverjum dettur í hug að þegar hópur vitna hefur tjáð sig með svo sannfærandi hætti að hér sé bara um rógburð og rangfærslur að ræða, ómeðvitaða eða meðvitaða. Örugglega ekki meðvitaða.
Ég vil fekar trúa því að að tilfinningarleg skynjun og upplifun hinna meintu vitna hafi illa brugðist og að fólkið taldi sig sjá eitthvað sem síðan reyndist vera eitthvað allt annað.

Ég trúði þessu sjálf, svo mikið er víst. Reyndar hugsaði ég ekkert út í það að hræ hundsins var ekki til staðar þegar haldnar voru landsfrægar minningarvökur um hann. Einhvern veginn fannst mér það bara hljóta að vera, í það minnsta að enginn vafi léki á því sem átti að hafa átt sér stað.
  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Akureyringar eru orðnir svo vanir að ljúga til um veðrið hjá sér að þeir eru farnir að trúa allri vitleysu í sjálfum sér, sama hver hún er.

Mikki refur (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 20:54

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég verð nú að segja að ég trúði þessu ekki. Mér fannst þetta vera of hryllilegt til að geta verið satt (hef bara svona mikla trú á mannkyninu ) Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem svona ýkju eða lygasögur fara á kreik.

Á móti kom að það er líka ljótt að skrökva svona og ég átti líka bágt með að trúa því en mér fannst samt líklegra að einhver byggi svona sögu til frekar en að einhver framkvæmdi.  

Þóra Guðmundsdóttir, 17.7.2007 kl. 21:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband