Eru fullorðnir þolendur eineltis bara krónískir vælukjóar?

Ég er nú ekki alveg nógu sátt við það viðhorf sem hún nafna mín Kolbrún Bergþórsdóttir birtir í pistli sínum í Blaðinu í dag sem hún nefnir Allir eru vondir við mig.

Ég óttast mjög að einmitt þetta viðhorf sé þess eðlis að viðhalda fordómum í garð fullorðinna sem telja sig hafa orðið fyrir einelti/ofbeldi á vinnustað eða annars staðar í samfélaginu. 
Það kann vel að vera að hluti þeirra sem upplýsa slík mál séu bara eins og Kolbrún segir, leiðindaskjóður sem enginn nennir að umgangast. 
Hvert og eitt mál af þessum toga hlýtur að vera einstakt og þarfnast skoðunar samkvæmt því.  Ef við hins vegar ætlum að bregðast við með þessum hætti er hætta á að þolendur veigri sér enn frekar við að koma út úr skápnum með sín mál.  Einelti fullorðinna er falið vandarmál því þolendur þora ekki að opinbera það. Stærsta hindrunin er skömmin og óttinn við að verða dæmdur sem vandræðagemill og letingi eða annað því mun verra.

Margir óttast að ef málið kemst upp á yfirborðið munu möguleikar þeirra til að vera ráðnir annars staðar stórminnka.  Atvinnurekendur munu hugsa sem svo,  já  þessi lenti nú víst í einhverju veseni á síðasta vinnustað......best að taka enga sjensa með að ráða hann ..... kannski var hann bara alveg ómögulegur, osfrv.

Eins mikið eins og mér finnst hún nafna mín skemmtileg og frábær manneskja þá held ég að skrifin hennar í Blaðinu í dag séu ekki til að hjálpa í þessu málefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Amen á eftir efninu...

Get hins vegar ekki verið sammála Kolbrúnu Bergþórs, þetta er því miður bara stórt vandamál og kannski komin tími á að fólk fari virkilega að gera eitthvað í sínum málum, þ.e. þeir sem eru að lenda í einelti og því væri hreinlega frábært ef stofuð yrðu samtök þolenda því fólk þorir kannski frekar að tjá sig ef eitthverjir fleiri standa á bak við þá, fólk sem skilur...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 8.8.2007 kl. 14:21

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Góð hugmynd hjá þér Bjarney, sé fyrir mér að þolendur gætu fengið þar ýmsar ráðleggingar um aferðir við að stoppa þetta og eða hvert á að leyta. Ég get ekki ýmyndað mér annað en því fólki sem verður fyrir þessu líði bara mjög ílla og ekki tilbúið að ræða þetta við neinn, fólk stendur ekki endalaust undir taumlausum neikvæðum athugasemdum og það er bara svo að við erum mjög svo mismunandi sterk og jafnvel frá degi til dags af ýmsum ástæðum. Ég þekki þetta ekki en oft er þetta svo lúmskt að fólk getur verið þáttakendur í svona án þess að gera sér grein fyrir því.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.8.2007 kl. 22:57

3 identicon

Sæl og takk fyrir pistilinn...hneyksli að lesa svona eins og Kolbrún skrifar árið 2007. Umræðan um einelti er á sömu slóðum og umræðan um nauðganir var fyrir 20 árum síðan...þetta er allt þolandanum að kenna. Nú er tími barnalegra kommenta liðinn og alvarleg umræða þarf að fara í gang.

Eyþór Víðisson (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 10:16

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við sem komin erum á aldur og höfum lifað timana tvenna,höfum flest gengið i geggnum svona nokkuð,setaklega þeir sem hafa haft mannaforáð/Þvi miður er ekki tekið nógu vel á þessu strax þvi fer sem fer/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.8.2007 kl. 21:28

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég bara skil ekkert í henni Kolbrunu að tala svona, ég er mjög hissa

Marta B Helgadóttir, 9.8.2007 kl. 22:36

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Það er oft sterka fólkið sem verður fyrir þessu, einmitt þeir sem eru að gera góða hluti á vinnustaðnum, hafa fengið ákveðna sérstöðu. Undir þessum kringumstæðum skapast oft erfiðar tilfinningar og flókin dynamic sem aðeins veður leyst af stjórnanda sem hefur bæði innsæi og félagslega færni.

Kolbrún Baldursdóttir, 13.8.2007 kl. 20:28

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband