Hænurnar komnar úr sumarorlofinu

Jæja þá eru hænsin komin heim í Breiðholtið eftir að hafa valsað um frjálsar í sveitinni í allt sumar. Þær eru reyndar einni færri þar sem ein var étin af gestkomandi hundi.

Það hljóta að verða viðbrigði fyrir fuglana að koma nú í hænsnakofann sinn og stíuna eftir allt þetta frjálsræði en þær hafa getað spókað sig að vild á amk 5 hektara svæði.

Vandinn okkar lá hins vegar í því að finna hreiðrin sem alltaf urðu fjarri og fjarri bústaðnum. Ég veit ekki hversu mörgum tímum ég hef varið í að skríða undir tré og plöntur í leit að eggjunum. Það er engin smá vinna enda plöntur tæplega 30 þúsund á öllu svæðinu.
Það segir sig sjálft að ég fann líklega ekki nema brot.  En það var gaman að finna hreiður því stundum voru allt að 18 egg í einu slíku.

En af hverju eru þær komnar til borgarinnar?
Jú það var nefnilega ekki þorandi að hafa þær mikið lengur í sveitinni þar sem rebbi gæti nú farið að skjóta upp kollinum hvað af hverju.

Vona svo bara að nágrannarnir verði jafn yndislegir og þeir hafa verið hvað þetta varðar.
Því er ekki að neita að það getur oft verið svakalegur kjaftagangurinn í hænsunum þegar þær eru upp á sitt besta.  Aldrei hefur þó borist nein kvörtun sem betur fer.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mínar eru líka komnar í hús, en við opnum kofan oft á sumrin og leyfum þeim að rótast. Ég held að þú ættir að útbúa hentugan kassa með sagi í, ég er viss um að þær sækja í slíkan kassa.  Það má allavega alltaf prófa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2007 kl. 18:17

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já já, við vorum með svoleiðis fyrir austan en þær bara völdu að verpa undir trjánnum. Skammirnar
Hér í Breiðholtinu getum við ekki leyft þeim að vera frjálsar. Þótt staðsetningin sé góð, þá er stutt í umferðina.

Kolbrún Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 18:26

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, ég vildi að ég ætti hænur eins og í gamla daga.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.9.2007 kl. 18:42

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Auðvitað alveg eftir þeim.  Ég skil það vel.   Ég man eftir sögu af hana, sem fór í langferð hér um árið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2007 kl. 08:15

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Mikið öfunda ég þig af því að eiga hænur. Garðurinn minn er til allrar ólukku of lítill fyrir slíkan búfénað.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.9.2007 kl. 16:44

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Skil vel að þær hænist að þér.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.9.2007 kl. 13:04

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott viðtalið við þig í Blaðinu í dag Kolbrún mín.  Og flottar hænurnar.  Mínar eru farnar að liggja á núna á kolvitlausum tíma, þessar elskur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2007 kl. 18:50

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er alltaf gaman af hænum þær er svo mikil krútt.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.9.2007 kl. 12:03

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi mér finnst svo vænt um þær.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.9.2007 kl. 12:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband