ESB og evran

Umræðan um evruna og mögulega aðild Íslendinga í ESB hefur orðið æ áleitnari síðustu mánuði og er nú einnig farin að heyrast úr fleiri áttum. Lengi hafa menn þó velt vöngum yfir kostum og göllum upptöku evrunnar, hvenær íslenskt efnahagslíf verði tilbúið og hvort aðild að ESB sé nauðsynleg eða hvort hægt sé að taka hana upp einhliða.

Ég hef fylgst með þessari umræðu eins og aðrir, hlustað á  fjölda fyrirlestra um málið þar sem rök með og á móti hafa verið reifuð.

Undanfarna daga hefur heyrst talað um hvort Íslendingar eigi og geti tekið upp evruna einhliða. Í því sambandi minnist ég þess að Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra fullyrti á sínum tíma að sá möguleiki væri raunhæfur og fannst mér hún fá fyrir það mikla gagnrýni og allt að hneykslun margra. Nú hins vegar virðast allar hliðar umræðunnar leyfilegar og æ fleiri vilja taka þátt í henni, sem er auðvitað alveg frábært.

Ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði en sé í hendi mér að upptaka evrunnar yrði ekki einungis mikill kostur fyrir viðskiptalífið heldur einnig hinn almenna borgara.

Eins og stendur þá er munur á kaup- og sölugengi gjaldmiðils. Bankarnir fá þennan mismun sem er verulegur. Þessi kostnaður yrði úr sögunni fyrir almenning væri evran okkar gjaldmiðill. Aðrir kostir eru hversu auðvelt yrði að bera saman verð hér og annars staðar í Evrópu. Verðlagseftirlit yrði því mun árangursríkara.

Fleira mætti nefna. Sú spenna sem fylgir því að kaupa varning erlendis frá hyrfi.  Íslendingar hafa eytt mikilli orku í að hitta á rétta tímann, þegar gengið er hagstætt og kaupa áður en það fellur síðan aftur.
Ég er þeirrar skoðunar að þessi þáttur hefur á sumum tímabilum jafnvel ýtt undir ótímabær kaup okkar eins og á bílum og öðrum dýrum erlendum varningi. Ekki hefur mátt bíða með að kaupa því að hætta hefur verið á að varan hækkaði við gengisbreytingar.

Aðild að ESB eða ekki.
Málflutningur fjölda þeirra sérfræðinga sem rætt hafa um nauðsyn þess að ganga í ESB ef taka á upp evru er afar sannfærandi. Öðruvísi verðum við ekki aðilar að Evrópska seðlabankanum og höfum þar að leiðandi engan stuðning þar frá.

Aðild að ESB er stórt mál enda varðar það margt fleira en upptöku evrunnar. Menn óttast hvað helst að það sé sjávarútvegurinn sem ekki verði hægt að standa nægjanlegan vörð um.
Aðild eða ekki aðild verður ekki ákveðin nema með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hvað sem öllu líður fagna ég því að æ fleiri vilja skoða málið með opnum huga enda var vitað að umræðu um evruna og ESB aðild yrði ekki umflúin.
Fyrir mitt leyti get ég ekki betur séð en að evran sé framtíðin og spái því að hún verði með einum eða öðrum hætti orðin okkar gjaldamiðill innan 10 ára.  Nú við þetta má bæta að eins getur verið að við tökum upp einhvern annan gjaldmiðil en evruna, eða höldum krónunni en spyrðum hana við evru já eða dollar ef því er að skipta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Það held ég líka eins og segir í færslunni hér að ofan

Kolbrún Baldursdóttir, 27.9.2007 kl. 16:48

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sástu að það eru skilab til þín hérna...?

http://martasmarta.blog.is/blog/leshringur/entry/298463/#comment658138

Marta B Helgadóttir, 27.9.2007 kl. 21:46

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Umræða um Evropusamaband er af hinu góða,en að ganga i það að svo stöddu er ekki rétt,við viljum ráða okkur sjálf,eins og hægt er/miða við að hafa aðild/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 27.9.2007 kl. 21:53

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Til hvers voru Sjálfstæðismenn að kjósa þig á þing, Kolbrún? Til að varpa sjálfstæðinu fyrir róða?

Jón Valur Jensson, 27.9.2007 kl. 23:17

5 identicon

Heil og sæl, Kolbrún og skrifararnir aðrir !

Þótt ekki værum við á sama máli; yfirleitt, Kolbrún; þá hugði ég þig aðra persónu, og nokkuð sjálfstæða í ályktunum, þ.e., bærist ekki með straumnum, svo auðveldlega, en því miður; hefir þú valdið mér vonbrigðum, í þessu máli.

Sovét- Evrópa (Evrópusambandið) er aðal athafnavettvangur kapítalismans og fylgifiska hans, austanhafs;; og almættið gefi, að Íslendingar gangi ekki þessu illa munstri, á hönd.

Vona; að þú sjáir, hversu afleitt þetta ríkjasamband er, með tilliti til sérstöðu Íslands, hér í heimi.

Tek undir; með Jóni Val, heilshugar.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason

   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 23:38

6 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Já, það er mjög ánægjulegt að sjá umræðuna lifna við innan Sjálfstæðisflokksins þessa dagana! umræðan er búin að vera föst í skotgröfum of lengi þar sem rökin hafa ekki náð til þeirra sem hlaupa upp með allskonar sleggjudóma um leið og minnst er á aðild að Evrópusambandinu.

Mæli með Evrópublogginu!

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 28.9.2007 kl. 07:22

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Svona nú Jón Valur og Óskar Helgi,  það er í lagi að ræða þessi mál ekki satt? Sumir  af okkar ágætum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hafa kvatt til opinskárrar umræðu og mér finnst rétt að við tökum þátt í henni.

Skoðum málið með tilliti til hvað er best fyrir fólkið í landinu.  Ekkert af þessu skellur á alveg á næstunni hvort eð er en af hverju ekki að velta upp öllum hliðum fordómalaust.

Kolbrún Baldursdóttir, 28.9.2007 kl. 07:35

8 identicon

Heil og sæl, að nýju, Kolbrún og skrifararnir !

Góðgirni þína; dregur enginn í efa, Kolbrún, en...... til hvers var þá barist, undan erlendum yfirráðum; hver hér höðfðu ríkt (1262 - 1944) ?

Það væri þvílík hneisa, fyrir land og þjóð, gengju Íslendingar þessu illa meginlands sérhagsmuna sambandi á hönd.

Menn; eins og Jónas Tryggvi Jóhannsson; og reyndar stærsti hluti Samfylkingarinnar; skal landráða fólk teljast; og þjóðníðingar, haldi þau; við sinn keip. Stend við hvert orða minna, hver ég hefi skrifað; jafnt á þinni síðu; sem og annarra, Kolbrún.

Megum ekki ögra landvættunum meir, en orðið er, sjávarútvegsstefna ríkisstjórnarinnar er, ein og sér, lýsandi vitnisburður, um það.

Með kveðju, að nýju / Óskar Helgi Helgason 

   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 14:08

9 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Ég frábið mér allar þessar svívirðingar Óskar Helgi, mér þykir ekkert minna vænt um fullveldið og sjálfstæðið en þér! Það verður alltaf til fólk eins og þú sem eru á móti þeirri þróun sem er að verða í heiminum, en það þýðir ekki að það þurfi að grípa til þess að kalla anstæðinga sína landráðamenn.

.

Það þykir bara eðlileg þróun að sjálfstæð ríkið deili fullveldi sínu á margvíslegan hátt, t.d. með því að vera með sameiginlegan markað, í hernaðabandalögum, aðilar að alþjóðaviðskiptastofnunum og að samþykkja mannréttindarsáttmála sameinuðu þjóðanna svo eitthvað sé nefnt. Sjálfstæðismenn hafa átt frumkvæðið að því að gefa upp það fullveldi sem felst í þessum hlutum, þannig að það skal fara varlega í þennan bendileik.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 29.9.2007 kl. 11:04

10 identicon

Heil og sæl, Kolbrún og skrifaranir !

Jónas Tryggvi ! Þú mátt alls ekki skilja orð mín þannig, að ég sé að hvítþvo Sjálfstæðismenn; fjarri því, en gæta skuluð þið Samfylkingar  menn að; hverju þið höggvið; með þessarri málafylgju, allri.

Þið,  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 14:53

11 identicon

Samfylkingarmenn liggið undir þeim illu tormerkjum, að stuðla að niðurslagi landsbyggðarinnar, sem hjálparafl Sjálfstæðismanna, til eflingar þeirra afla; hver vilja íslenzkt sjálfstæði feigt; því miður.

Afsakaðu Jónas Tryggvi; hnökrar í vél búnaði mínum(tölvunni), áttu þátt í þessarri tvískiptu færzlu, ætti ekki að koma að sök.

Með kveðju, að nýju / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 15:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband