Muggur og Tíu litlir negrastrákar

Bókina um líf og listir Muggs eđa Guđmundar Thorsteinssonar eftir Björn Th. Björnsson sem gefin var út í Reykjavík 1984 fékk ég ađ gjöf frá ömmu minni sem nú er látin en hún hélt alla tíđ mikiđ upp á myndlistarmanninn Mugg.
Eins og flestir vita myndskreytti Muggur bókina Tíu litlir negrastrákar.

Í allri umrćđunni um Litlu negrastrákana dró ég nú fram ţessa bók um Mugg og fletti upp í henni ţar sem segir frá ţeim tíma ţegar hann vann viđ myndskreytinguna og sendir myndirnar til Kaupmannahafnar.  Fjallađ er um bókina og ađrar barnabćkur sem Muggur myndskreytti á sama tíma. Höfundur Muggs fer eftirfarandi orđum um Negrastrákana:

„…ţar er gáskinn uppi, fullur međ óhamiđ spaug, svo ég efast um ađ víđa verđi fundiđ öllu skemmtilegra gamankver handa börnum. Ţađ er enda orđiđ klassiskt í hillunni hjá litla rúminu, og mun eflaust verđa ţar hjá margri ókominni kynslóđ“

Óhćtt er ađ segja ađ ţessi texti  stingi stúf viđ ţćr umrćđur sem veriđ hafa undanfarna daga um Negrastrákana og myndirnar í henni.

Skrásetjaranum Birni Th. hefur líklega seint grunađ ađ bókin ćtti eftir ađ vera svo umdeild sem hún nú er og ađ hópur fólks finnist hún hvorki skemmtilegt gamankver né bók sem eigi heima í barnabókahillum.

Ţetta er e.t.v. gott dćmi um hvađ samfélagsbreytingar hafa veriđ örar og viđhorfabreytingar fylgja vissulega í kjölfariđ.

Viđ ţetta má bćta ađ ţessi sama amma mín fór međ mig á bíómyndina Sögu Borgarćttarinnar sem sýnd var í Nýja Bíó ađ mig minnir.  Ég var líklega um 8-9 ára gömul ţá.  Muggur fór međ hlutverk Ormars Örlygssonar og fékk fyrir leik sinn góđa dóma.

Í bókinni Muggur er sagt frá ţví hvernig gekk ađ taka Sögu Borgarćttarinnar upp og minna lýsingar af hrakförum sem myndargerđarfólk og leikarar lentu í,  mjög á erfiđleika sem tökufólk Bjólfskviđu varđ ađ glíma viđ á međan á töku ţeirrar myndar stóđ.
Veđurfar var mikill áhrifaţáttur í báđum tilvikum. 
Tökuferli Bjólfskviđu var vel lýst í heimildarţćtti sem sýndur var í sjónvarpinu um daginn.
Sagan endurtekur sig sannarlega .., alla vega stundum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Mér finnst ţessi umrćđa vera stormur í vatnsglasi.   Skil ekki alveg ţau hörđu viđbrögđ sem ţarna koma fram.  En ţađ er sennilega mest hvađ býr í hverjum og einum, hvađ honum finnst um hvern hlut.  Ţađ er oftast huglćgt mat.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 7.11.2007 kl. 22:59

2 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Ég horfđi einmitt á ţáttinn um gerđ Bjólfskviđu, ţvílíkt og annađ eins, hafđi heilmikil áhrif á mig og jók skilning minn.  Allt hefur breyst á ógnarhrađa í landinu okkar litla eins og ţú segir, ekki langt síđan engum ţótt 10 litlir, eitthvađ skrítin.

Ásdís Sigurđardóttir, 7.11.2007 kl. 23:33

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

MIG grunar ađ ţetta mál verđi ekki dćmt veigamikiđ á spjöldum sögunnar...

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2007 kl. 11:34

4 Smámynd: Ţorkell Sigurjónsson

Fékk allt ađra sýn á máliđ eftir ađ hafa lesiđ greinina hans Gauta B. Eggertssonar í Fréttablađinu um daginn.  Kveđja.

Ţorkell Sigurjónsson, 8.11.2007 kl. 16:54

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég talađi viđ ömmu lítillar stúlku sem er dökk ađ hörund,og spurđi hvađ henni finnist um ţessa umrćđu,henni fannst ţessi umrćđa um bókina komin út í öfgar,hún sagđi einnig ađ ţađ yrđi vandlifađ ef hún og hennar fjölskylda tćki allt svona til sín.Ţessi bók er barn síns tíma,og ţannig eigum viđ ađ líta á hana.

María Anna P Kristjánsdóttir, 9.11.2007 kl. 14:37

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband