Gefa gömlu leikföngin til barna sem lítið eða ekkert eiga

Hver man ekki hversu gaman það var þegar maður var barn að fara inn í leikfangaverslun og óska þess að maður gætti eignast fullt af fallegu dóti.

Allt þar til nú hefur lítið farið fyrir sérverslunum á þessu sviði. Einna helst man maður eftir verslun sem heitir Leikbær.  Nýlega hafa stórar og heimsfrægar leikfangaverslanir sprottið upp hér í borg og heyrst hefur að fólk bíði í biðröðum fyrir utan til að gera stórkaup á leikföngum.

Ekkert skrýtið við það,  jólin nálgast og hver vill ekki gleðja börnin sín og barnabörnin.

Án þess að vilja fullyrða nokkuð held ég að flest íslensk börn eigi talsvert mikið af leikföngum.  Nú um þessi jól mun leikfangasafn þeirra vaxa enn frekar.

Þegar hugsað er um að eiga gnótt af einhverju hvort sem það eru leikföng eða annað þá virkar það stundum þannig á skynjunina að minna virðist vera varið í hlutinn/hlutina.  Maður kann jafnvel síður að meta verðgildi hans og auknar líkur eru á að fá leið á honum.  Ef gnótt er af einhverju þá er líka tilhneigingin stundum sú að ekki er farið eins vel með hlutinn/hlutina eins og maður myndi kannski gera ef minna eða lítið er til.

Fyrir börn sem eiga mikið af leikföngum og eru e.t.v. hætt að leika sér að hluta þeirra,  vil ég hvetja foreldrana til að semja við börn sín um að pakka þeim inn í jólapappír og setja t.d. undir jólatréið í Kringlunni þegar því verður stillt upp rétt fyrir jólin Smile

Með því að gleðja börn sem lítið eða ekkert eiga með þessum hætti er enn frekar hægt að njóta þess að eignast nýja hluti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gúnna

Frábær áminning hjá þér Kolla mín. Hér á mínu heimili er legið yfir þessum bæklingum sem koma frá nýju leikfangaverslununum. Elín mín (7 bráðum 8) og vinkona hennar sátu saman við eldhúsborðið og flettu í gríð og erg og það var bent á eitthvað á nánast hverri síðu og óðamála sagt: Ég vil svona og svona og... mig langar í þetta og þetta og..... Þegar ég spurði mitt afsprengi hvar hún ætlaði nú að koma þessu öllu fyrir í herberginu þar sem allt flæðir í alls kyns dóti horfði hún á mig og þurfti ekki langa umhugsun: Við bara hentum því!!!

Jíiiis og omg, eins og ungdómurinn segir. Hvar brást uppeldið hugsaði ég nú bara. Þetta er því frábær uppástunga og áminning hjá þér mín kæra og nú verður gengið í málið og útbúnir flottir stelpupakkar undir tréð.

Eigðu góðan dag

Gúnna, 14.11.2007 kl. 10:53

2 identicon

Nákvæmlega það sem við vorum að tala um um daginn þegar við vorum að leggja parkat í herbergi sonarins. Alltof mikið dót sem safnast hefur upp sem fer nú undir jólatré annarra barna.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 13:21

3 Smámynd: Ásta Björk Solis

Og er ekki lika haegt ad kaupa eina nyja gjof og pakka inn?Ef allir gerdu thad tha fa thessi born lika glaenyjar jolagjafir  med hinum gjofunum

Ásta Björk Solis, 15.11.2007 kl. 03:47

4 Smámynd: Ingibjörg Jónsdóttir

Sæl og fyrigefðu framhleypnina, en mér finnst orðið nógu um það nota fátæk börn og fátækt fólk fyrir ruslafötu fyrir okkur og friða þanning samviskuna.

Ef börnin ykkar eiga svona mikið af leikföngum er sennilega ekki ástæða til að bæta í staflann.

Og ef þið viljið gefa fátækum börnum leikföng, kaupið þá ný leikföng handa þeim, innpökkuð í upprunalegu umbúðirnar.  Og ég er líka viss um að ef þið rædduð þetta við börnin ykkar væru þau örugglega tilbúin í að taka þátt í þessu með ykkur.  Farið saman í nýju fallegu tótabúðinar og veljið með þeim falleg leikföng hana barni kannski á sama aldir og ykkar barn og komið því svo á stað sem kemur pakkanum áfram og njótið samverunar með börnunum ykkar. Því það er gaman að skoða og kaupa fallegt tót og gefa. Og ég er viss um að börnin ykkar muni kunna betur að meta tótið sitt á eftir.

Góðar stundir, Ingibjörg. 

Ingibjörg Jónsdóttir, 15.11.2007 kl. 08:01

5 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Góð hugmynd, það er svo sannarlega hægt að fara ýmsar leiðir í þessu.
Alla vega er alveg óþarfi að fleygja heilum hlutum hvort sem það eru leikföng eða annað.
Sumt af því sem verið er að fleygja skilst mér að sé nýlegt og jafnvel ónotað. 
Það eru alltaf einhverjir sem geta nýtt það ef þú gerir það ekki sjálf.

Kolbrún Baldursdóttir, 15.11.2007 kl. 08:22

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband