Niðurstöður PISA - könnunarinnar, leita skal skýringa víða.

Hvort niðurstöður PISA hafa verið of-eða vantúlkaðar er e.t.v. ekki málið heldur frekar hvað við sem þjóð ætlum að gera við þær.

Ég tek undir með þeim sem hvetja til naflaskoðunar á öllum vígstöðvum.
Hér er ekki um neinn einn sökudólg að ræða og sannarlega tel ég þetta ekki sök skólanna, kennaranna eða að því að menntun kennara er ekki nógu löng eða góð.

Ef skoðum nánar lestur og hverslags færni það er.
Lestur er þannig færni að ef ekki er lesið reglulega hrakar barninu í lestri jafnvel þótt það hafi verið orðið fluglæst. Lestur og lestrarafærni byggist fyrst og fremst á reglulegri þjálfun eftir að færninni er náð.

Ég er sannfærð um það, eins og margir aðrir,  að börn lesi yfir höfuð mun minna í dag en tíðkaðist hér áður fyrr enda margt annað en lestur sem heillar hug nútímabarnsins og sem það vill frekar verja stundum sínum í.

Sólarhringurinn hefur ekkert lengst, hann er, hefur ávalt verið og mun áfram vera 24 klukkustundir. Hvernig á nútímabarn að koma öllu því við sem það þarf að gera og sem því langar að gera á þeim tíma sem það hefur úr að moða. Það stundar skólann, tómstundir og áhugamál. Margir unglingar vilja jafnvel vinna með skólanum og síðan er það sjónvarpið, DVD og svo tölvan, MSN-ið, bloggið og tölvuleikir. Loks má nefna þann tíma sem barnið eyðir í gsm símann sinn og sms skeytasendingar.

Eitthvað er dæmt til að sitja á hakanum og mjög líklega er það lestur bóka sem orðið hefur út undan. Því skal ekki undra að börnum hafi farið aftur í lestri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég tek undir að nú er þörf á naflaskoðun víða. Við verðum að reyna að gera okkur grein fyrir hver rót vandans er. Eitthvað hlýtur að vera öðru vísi hér en í þeim löndum sem við miðum okkur við.  Þar er líka sjónvarp, tölvur og allt það sem glepur. Lestur bóka hefur örugglega orðið útundan og skiptir miklu máli í þessu samhengi, en getur verið að eitthvað annað valdi þessu einnig, t.d. agaleysi? Eru íslensku börnin of sjálfala vegna langs vinnudags foreldra? Vinna börn óhóflega lengi með skólanum? Það er athyglisvert að á sama tíma og ástandið hefur versnað hefur framboð á vinnu aukist gríðarlega, sem kyndir undir mikla vinnu.

Ágúst H Bjarnason, 6.12.2007 kl. 12:59

2 Smámynd: Gísli Aðalsteinsson

Það sem ég á erfitt með að skilja þegar þessi umræða hefst (en hún kemur aftur og aftur með reglulegu millibili) er af hverju það er fjallað með allt öðrum hætti um þessa atvinnugrein en aðrar atvinnugreinar.

Yfirleitt þegar atvinnugreinar eru ekki að skila þeim árangri sem vonast er eftir þá fer fólk að tala um rekstrarumhverfið t.d. hvort að það er nægjanleg samkeppni í atvinnugreininni. Þetta á ekki við um umræðu um skóla.

Skólafólk telur að það þurfi ekkert á nokkurra alda samansafnaðri þekkingu hagfræðinnar að halda og finnur upp sína eigin umræðu og skýringar af hverju skólar eru ekki að ná þeim árangri sem vonast er eftir.

Gísli Aðalsteinsson , 6.12.2007 kl. 13:24

3 Smámynd: Andrés.si

Ég er alinn upp í mið Evrópu, þar sem skóla kerfi er að mörgu leyti betri en hérlendis, eða á vissum þáttum verri. Krakkar læra meira, þeim er synt meira af kennarum hálfu en samtímis eru þeir undir alt of miklu þrýstingi. Tösku burð sem er alt að 13 kg. er bara smá dæmi. Hins vegar agi í tímum sker mikið úr íslensku skóla stefnu, þott við finnum alt meira af agaleysum börnum lika þar en ekki bara hér.

Hvað einkenir þetta þjóðfélag og íslensk börn?  Það má segja að hér er alt tekið af léttum nótum, fólk alment veit ekki mikið um töflur og reikning, hvað þá krakkar. Lestur fór hrapanði jú en foreldrar gera samt ekkert í því máli. Ástæða er að þíð flestar einstæðar  og hinir foreldrar takið sig ekki tíma fyrir börn því það er léttara að kaupa Play station eda DVD á stað þess að kaupa bæði og skipta svo tæki með bækum  á milli.

Með einu orði má segja að þróun þar sem hávaða miklar konur  rúla mennta og ríkis hjól er buin að sanna sig sem vanþróun sem bitna einmitt á kynslóð alla krakka í dag.  Konur eru sjálfsagt flestar í menta bransanum og þær sem ala upp börnin lang oftast einstæðar. 

Það sem sorglegast er á markaðnum eru námskeið um hvernig á að ala upp börn og fleira. Ekki var amma og mamma min á þannig námskeið. Vanrekstur og óabýrgð af konum og öðrum forræaðamönum hálfu og  tel ég.

Andrés.si, 6.12.2007 kl. 17:12

4 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Merkilegt að talað sé um DVD í sama mund og skort á lestrarskilning ...

Ég spyr, er virkilega rétt að vera að talsetja allt efni fyrir börn fram að liggur við fermingaraldri ?? Ég ólst upp við að berjast við textann og varð fljótt að bjarga mér til að trufla ekki pabba gamla við að horfa á sömu ræmuna.  Seinna meir varð þetta örruglega til þess að ég skil og kann enska tungu alveg þokkalega vel.

Ég er persónulega á móti ofnotkun á talsetningu og íslenskun á öllu efni sem fer í börnin, í alþjóða samfélagi og netvæðingu heimsins, að ég tali nú ekki um þegar fólk fer svo erlendis í nám eða starfs þá er stórhætta á að viðkomandi verði hreinlega ósjálfbjarga.

Kv EJE

Eggert J. Eiríksson, 6.12.2007 kl. 21:34

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband