Saman um áramót

Nú fer í hönd sá tími ársins, áramótin , ţar sem unglingarnir ţurfa hvađ mest á stuđningi og ađhaldi foreldra sinna ađ halda.
Um áramót hefur sú ţróun orđiđ í íslensku samfélagi ađ nýju ári er fagnađ fram á nótt og sumir hverjir eru enn ađ fagna ţegar birtir af nýjum degi, ţeim fyrsta á nýju ári.
Eđlilega leyfa ţví margir foreldrar börnum sínum ađ vaka lengi og taka ţátt í gleđinni.

Eins og mörg fyrri áramót mun alltaf einhver hópur ungmenna safnast saman um og eftir miđnćtti og neyta áfengis og sumir jafnvel annarra vímugjafa. Einhverjir ţessara krakka langar til ađ vera hluti af félagahópnum en hafa ekki í hyggju ađ drekka.  Ţá reynir á ţá ađ standast allan hópţrýsting og segja nei takk viđ öllum vímugjöfum hvađa nafni sem ţeir kunna ađ nefnast.
Fyrir marga unga og ómótađa unglinga getur ţetta reynst erfitt. Ţeir velta vöngum yfir ţví hvort ákvörđun ţeirra um ađ vilja ekki taka ţátt í neyslunni hafi áhrif á stöđu ţeirra innan hópsins.

Ţeir foreldrar sem taka ţá ákvörđun ađ vera međ, eđa í ţađ minnsta ađ vera nćrri unglingunum sínum á ţessum tímamótum eru međ ţví ađhaldi ađ veita ţeim mikinn stuđning á ţessu viđkvćma tímaskeiđi ţeirra. 

Međ ţví ađ segja viđ unglinginn sinn, „viđ viljum fagna nýju ári međ ţér og ađ viđ séum öll saman “ eru foreldrarnir jafnframt ađ gefa börnum sínum til kynna hversu vćnt ţeim ţykir um ţau og ađ ekkert skipti ţau meira máli en velferđ ţeirra.

Fögnum nýju ári í návist barnanna okkar og gerum ţannig nýja áriđ ađ ţeirra ári.  

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurđardóttir

Kćra kolbrún ! mikiđ rétt sem ţú skrifar og á erindi til margra !

Gleđileg áramót til ţín og ţinna. vonandi fariđ ţiđ í rólegheitum inn í hiđ nýja ár

Mahatma Gandhi sagđi svo rétt Kćrleikurinn er sterkasta afliđ sem til er í heiminum og jafnframt hiđ hógvćrasta sem unnt er ađ hugsa sér.

Megir ţú vera í Kćrleikanum nú og alltaf.

AlheimsKćrleikur til ţín

Steina 

Steinunn Helga Sigurđardóttir, 30.12.2007 kl. 14:56

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Góđur pistill, félagslegur ţrýstingur getur leitt ungmenni og ađra ađ niđurstöđu, ákvörđun, sem ţau vita ađ er ekki góđ. - Áramótakveđjur.

Gunnlaugur B Ólafsson, 31.12.2007 kl. 01:05

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Vil bara óska ţér gleđilegs árs og ţakka fyrir frábćr bloggsamskipti á árinu.

Marta B Helgadóttir, 31.12.2007 kl. 11:13

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband