Verðmunur á árskortum í líkamsrækt. Neytendavaktin gleymdi Nautilus

Í pistli Neytendavaktarinnar í 24stundum er að þessu sinni fjallað um verðmun á árskortum í líkamsrækt. Þar segir að samkvæmt þeirra könnun sé verð á ódýrustu kortunum hjá Hress eða 39.520 og dýrustu kortunum hjá Hreyfingu en þau kosta 74.500.
Ekki er tekið tillit til tilboða eða ýmissa fríðinda ó könnuninni. Verðmunurinn er því 113%

Hér virðist sem Neytendavaktin hafi sofnað á vaktinni því árskortin í Nautilus kosta 31.990.
Því er við að bæta að Nautilus er stórfín líkamsræktarstöð. Í árskortinu eru sundferðir innifaldar.
Sjálf hef ég stundað líkamsrækt þarna árum saman. Það væri gaman að sjá þar fleiri ný andlit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hvar er þessi stöð og er boðið uppá Jógatíma þarna?

Marta B Helgadóttir, 11.1.2008 kl. 11:03

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég hef ekki orðið vör við neina hóptíma en hringdu endilega og athugaðu það. Staðsetningar eru í Salalaug (Íþróttahúsinu Versalir) og í Kópavogslaug. Svo er verið að opna nýja stöð, man ekki hvar í augnablikinu. 

Kolbrún Baldursdóttir, 11.1.2008 kl. 11:19

3 Smámynd: Arna Sif

Það eru engir hóptímar þarna eins og er, en í febrúar að ég held byrja þeir með Spinning tíma í gömlu Kópavogslauginni.

Arna Sif, 11.1.2008 kl. 11:30

4 identicon

Ef að ég byggi í bænum þá færi ég örugglega á þessa stöð. Hef bara heyrt góða hluti af henni.

Bryndís R (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 11:39

5 Smámynd: Davíð Arnar Þórsson

Það er líka Nautilus í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði.

Davíð Arnar Þórsson, 11.1.2008 kl. 13:03

6 identicon

Hef bara heyrt gott um þessa stöð.Ég er í Laugum og er mjög ánægð þar.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 20:24

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er heima, en hef heyrt vel látið af öllum þessum stöðvum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.1.2008 kl. 13:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband