Áhrif auglýsinga, ólíkar upplifanir.

Áhrifin sem auglýsingar hafa okkur eru eflaust mjög fjölbreytileg. 
Þær auglýsingar sem nú er verið að sýna um „mjólk“ sem dæmi, finnst mér persónulega alveg ómögulegar.  Ég drekk ekki mikla mjólk öllu jafnan en eftir að hafa horft á auglýsingu frá mjólkurframleiðendum (Muuu) sem nú ganga kvöld eftir kvöld um mjólk,  langar mig síst af öllu í mjólk. Þær hafa einfaldlega neikvæð áhrif á mig .

Talandi um aðrar auglýsingar þá langar mig að nefna auglýsingar frá Umferðarstofu. Þær ganga reyndar út á allt annað en mat og drykk heldur eru að minna á aðgát og varkárni í umferðinni. Auglýsingar frá Umferðastofu hafa mér oftast nær þótt vera mjög góðar. Þær hitta einhvern veginn í mark, fá mig og vonandi sem flesta til að hugsa um mikilvægi aðgátar í umferðinni og mögulegar afleiðingar glæfra,- og ölvunaraksturs sem dæmi.

Auglýsingar almennt séð eru sannarlega stór hluti af lífi okkar. Við sjáum þær daglega í öllum blöðum og horfum á fjölmargar í sjónvarpinu á hverju kvöldi.  Ég er þess fullviss að mikið er lagt í hugmyndavinnu og gerð þeirra og markmiðið er ávalt að ná til neytandans/hlustandans.
En stundum, alla vega hjá sumum, virka þær þveröfugt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er sammála þér ég drekk frekar litla mjólk en eftir að þessar auglýsingar í sjónvarpinu þá hef ég hreinlega ekki list á mjólk mér finnst þær hafa neikvæð áhrif á mig.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.2.2008 kl. 19:52

2 Smámynd: Gúnna

Skemmtilegar pælingar hjá þér Kolla.  Sammála þér að mörgu leyti. T.d. finnst okkur hér á heimilinu auglýsingarnar frá Happdrætti Háskólans alveg ömurlega leiðinlegar og virka síst til þess að við viljum kaupa miða.

Samt er það nú einhvernveginn þannig að auglýsingar geta verið hin besta skemmtun. Þegar ég var í fjölmiðlafræðinni í HÍ fór ég á sýningu í Háskólabíói þar sem BARA voru sýndar auglýsingar í ca. bíómyndarlengd ... og þvílík skemmtun!!!

Samt sem áður er ég ekki frá því að Íslendingar séu nokkuð ginkeyptir fyrir því sem mest er auglýst. Þó er það alveg pottþétt að sumt sem auglýst er getur virkað alveg þveröfugt - því er ég svo sannarlega sammála.

Gúnna, 13.2.2008 kl. 20:11

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mjólkurauglýsingin er ótrúlega neikvæð á mjólk þó svo henni sé örugglega ætlað að virka jákvætt. Svo leiðist mér óskaplega nýja 888 auglýsingin hjá símanum, maður í maga á ketti, þvílíkt bull að mínu mati.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 20:29

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Mjólk er fyrir marga góður kostur,
ungir og aldnir mest þó græða.
abt-mjólk, Gull og gráðostur,
er gjarnan talin hin besta fæða.
(KB)

Kolbrún Baldursdóttir, 13.2.2008 kl. 21:36

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hef ekki séð þessa auglýsingu, en er sammála þér í því að auglýsingar eru stór þáttur í lífi okkar, og geta verið ansi letjandi til að kaupa þær vörur sem auglýstar eru.  Það þarf því að fara með gát, og skoða málin vel.  yfirleytt kaupi ég ekki vörur sem mikið eru auglýstar, fer í einhverskonar andmælastöðu ef mér leiðast auglýsingarnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2008 kl. 10:38

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ein athyglisverð núna er auglýsing frá tóbaksvarnarráði þar sem maður kemur í sjoppu og velur um að kaupa lungnakrabba, hjartaáfall eða heilablóðfall.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.2.2008 kl. 10:51

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sterk auglýsing sem Steingerður bendir á.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.2.2008 kl. 10:55

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það má líka alveg selja sömu sjúkdóma í gegnum kaup á sumum matvælum, sykri, salti, harðri fitu, hreyfingarleysi o.s.frv.  Jafnvel lyfjanotkun. Hallærisleg auglýsing finnst mér.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.2.2008 kl. 12:58

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sammála, finnst mjólkurauglýsingarnar ekki ná  markmiði sínu. Fýlupúkar sem ekki ná því að vera fyndnir eru bara leiðinlegir, eins og mjólkurfólkið þarna. Hef ekki séð reykingahatursauglýsinguna en þoli illa auglýsingu HHÍ. Svo pirrar mig málfarið í einni skjáauglýsingunni en þar stendur eitthvað á þessa leið: "Ert þú að glíma við starfsmannaeklu?" Arga alltaf í hljóði á sjónvarpið: "Glímir þú við starfsmannaeklu?" Þetta er af sama meiði og Ég er ekki að vilja þetta! í staðinn fyrir að segja einfaldlega "Ég vil þetta ekki ..." osfrv. Arggggg! Aftur á móti finnst mér Prentmetsauglýsingarnar ferlega skemmtilegar. Jón Gnarr fer á kostum þar.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.2.2008 kl. 19:32

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mjólkurauglýsingarnar missa alveg marks hjá mér. Sömuleiðis Jón Gnarr með sínar Prentmetsaugl. ég er eiginlega búin að fá fullan skammt af Jóni Gnarr í vetur, það má hvíla gaurinn dáldið. Leiðinlegt þegar sama fólkið er að leika í ....öllu, hann var í Laugardagslögunum, áramótaskaupinu og fleiru. Það má breyta til, nóg er af góðu hæfileikafólki sem á skilið að fá tækifæri.

Marta B Helgadóttir, 16.2.2008 kl. 00:24

11 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Tek eftir því að það talar enginn um augýsingar Umferðarstofu nema þú, ég held að það sé af því að þær eru ekki að ná til fólks, mér finnst þær alltof langdrægnar vildi sjá þær í pörtum og mikklu oftar.

Reyndar hefur það verið mér hugleikið lengi að Umferðarstofu tekst ekki að ná til fólks, ég veit ekki afhverju.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.2.2008 kl. 00:47

12 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Veit ekki Högni, mér hefur oftast þótt þær einmitt mjög áhrifaríkar. En svona er þetta bara misjafnt.

Kolbrún Baldursdóttir, 16.2.2008 kl. 09:56

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband