Er sparnaður í hættu?

Skammtímaáhrif niðursveiflu krónunnar hefur hvað mest áhrif á þá sem hafa verið að taka erlend lán eða kaupa erlendar vörur.  Ef ástandið verður langvarandi eru langtímaáhrifin víðtækari og líkleg til að hafa áhrif á flesta þá sem hér búa. Eins og staðan er í dag virðast hvorki lærðir né leikmenn treysta sér til að spá fyrir um hve lengi ástandið kann að vara.

Sá hópur sem hefur verið að leggja fyrir og spara hugsar eðlilega nú hvort sparnaður þeirra haldi.  Við þessar aðstæður er sparifé gjarnan ótryggt.  Á meðan hrópað er eftir lækkun stýrivaxta er ekki ósennilegt að þetta fólk óttist að með slíkri aðgerð verði gengið á sparifé þeirra.
Það er í raun ekki erfitt að skilja þessar áhyggjur eins og staðan er í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta eru orð í tíma töluð. Það eru örugglega margir sem hafa verið að leggja fyrir og spara. Annað hvort að byggja upp varasjóð sem gott getur verið að grípa til, eða til að eiga á efri árum. Auðvitað rýrnar þessi sparnaður verulega þegar krónan fellur. Lækki stýrivextir rýrnar sparnaðurinn enn frekar. Það er augljóst.

Þeir sömu hafa einnig reynt að safna með því að fjárfesta í hlutabréfum. Við vitum öll hvernig hlutabréfamarkaðurinn hefur hrunið. Það er þó allt annað mál.

Ágúst H Bjarnason, 21.3.2008 kl. 08:50

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hef verið að nurla saman í 4 mynta gjaldeyriskörfu, kvarta ekki undan ávöxtuninni þessa dagana.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 21.3.2008 kl. 22:48

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Guð hvað ég er fegin að hafa þá ekki efni á því að spara. Æ, smá djók með, en það er erfitt fyrir alla að lenda í þessum fjárhags ógöngum, ég vona það besta.  Páskakveðja   Bunny Face 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.3.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já ég segi það líka Ásdís mikið er ég feginn núna að hafa ekki efni á að spara.

Enn Kolbrún það eru nú okkar flokksfélagar sem standa fyrir þessu, ég held því fram að ástandinu sé handstýrt fyrir LÍÚ, fidkvinnsluna og ferðamannaiðnaðinn og ekkert nýtt að svona framkoma ráðamnna kosti heimilin í landinu upphæðir.

Hér í Landsveit er búið að vera gríðarlega fallegt útsýni til fjallanna "okkar"

Gleðilega Páska

Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.3.2008 kl. 13:59

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég held að við höfum öll áhyggjur af efnahagsmálunum þessa dagana. Allir vonast hins vegar til að þetta lagist en það er spurning hvort það gerist af sjálfsdáðun. Ríkistjórnin ætti auðvitað að bregðast við. Gleðilega páska Kolbrún mín.

Steingerður Steinarsdóttir, 22.3.2008 kl. 20:40

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já við höfum öll áhyggjur af þessu. Gleðilega páska Kolbrún mín

Kristín Katla Árnadóttir, 23.3.2008 kl. 13:32

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðilega páska Kolbrún mín.

Marta B Helgadóttir, 23.3.2008 kl. 13:34

8 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Gleðilega páska sömuleiðis bloggvinir nær og fjær.
Dálítið skrýtinn dagur hjá mér, loksins orðin stór.
Bara eitt ár í hálfa öld.

Kolbrún Baldursdóttir, 23.3.2008 kl. 14:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband