Hvort maður vill lifa eða deyja þegar meðferð hvorki læknar né líknar er persónuleg ákvörðun hvers og eins

Lífsskrá heitir sú ská sem Landlæknisembættið hefur tekið í notkun. Um er að ræða eyðublað sem „fólk, heilbrigt sem veikt, getur fyllt út hvenær sem er á lífsleiðinni þar sem það gefur yfirlýsingu um hvað það vill eða vill ekki að gert sé við það að gefnum tilteknum kringumstæðum við lífslok. Lífsskrá er hægt að nálgast á heimasíðu Landlæknisembættisins.“

Þessar upplýsingar komu fram í viðtali við landlækni í Morgunblaðinu.  Aðeins á annað hundrað manns hafa fært sér Lífsskránna í nyt. Sennilega hafa ekki fleiri gert það en raun ber vitni vegna þess að mörgum er einfaldlega ekki kunnugt um þennan möguleika.

Það er réttur hvers og eins að taka ákvörðun um hvort hann eða hún vilji lifa eða deyja þegar meðferð lengir aðeins líf hins dauðvona sjúklings án þess að fela í sér lækningu eða líkn. Í mörgum tilvikum er slík meðferð ekki réttlætanleg. 

Þeir sem sýna fyrirhyggju og fylla út umrætt eyðublað eru að gera bæði sjálfum sér og fjölskyldu sinni greiða. Þeir sem nú eru heilbrigðir geta með engu móti vitað hvenær eða með hvaða hætti þeir yfirgefa þetta líf.  Þeir sem nú þegar eru lífshættulega sjúkir finna að dauðinn er ef til vill skammt undan. Það er réttur allra, hvort heldur þeirra heilbrigðu eða veiku að taka sjálfir þessa ákvörðun enda er þetta þeirra líf sem um ræðir.  Fyrirhyggjan felst í því að koma þessum persónulegu upplýsingum um vilja sinn á  framfæri með óyggjandi hætti.

Að lifa eða deyja, komi upp þessar flóknu og erfiðu kringumstæður er ákvörðun manneskjunnar sjálfrar.  Með því að koma vilja sínum á framfæri á þar til gerðum eyðublöðum er maður ekki einungis að gera sjálfum sér greiða heldur einnig sínum nánustu. Nógu erfið er staða ættingjanna þótt þeir þurfi ekki líka að að gefa fyrirmæli um takmörkun meðferðar þegar þeir hafa e.t.v. enga hugmynd um vilja þess sem lífið á.

Umræðan er sannarlega viðkvæm en krefst engu að síður opinskárrar umfjöllunar bæði á opinberum vettvangi og einstaklingslega.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta er sannarlega þörf umræða.

Hólmdís Hjartardóttir, 30.3.2008 kl. 23:39

2 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Sæl Kolbrún og takk fyrir þessar upplýsingar, ég fer sjaldan inn á Landlæknisembættið og því hafði ég ekki hugmynd um að svona skjal væri til. En ég er vissum að margir myndu fylla þetta út hvort sem þeir eru fullfrískir eða ekki. Það skiptir miklu máli að fá að deyja með reisn og á sínum forsendum.

Helga Auðunsdóttir, 31.3.2008 kl. 05:29

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Það eru einnig fjölmargir og þá ekki hvað síst margir af eldri kynslóðinni sem ekki nota tölvu eða eru Nettengdir.
Þessi eyðublöð ætti því að vera hægt að nálgast miklu víðar, hreinlega liggja frammi á ýmsum opinberum stöðum.

Kolbrún Baldursdóttir, 31.3.2008 kl. 08:54

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég fékk þetta ljóð sent í morgun og finnst það eiga vel við hér:
 
 
Líf þitt átt þú

Líf þitt átt þú.
Ekki á ég það.
Enginn á það
nema þú.

En hamingjuna,
hver á hana?
Hana á
enginn einn.


Jón úr Vör.  Ljóð dagsins - Ljóð fyrir hvern dag ársins og orð til íhugunar - Sigurbjörn Einarsson valdi efnið, 1995.

Kolbrún Baldursdóttir, 31.3.2008 kl. 09:47

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er sammála mér finnst fólk eiga fá val hvað það vill gera.

Takk fyrir þessa grein kolbrún mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.3.2008 kl. 11:26

6 identicon

Takk fyrir þessa ábendingu! Ég hafði ekki hugmynd um þetta plagg en ætla að fylla það út við fyrsta tækifæri.

Það eru fá mannréttindi jafn mikilvæg og að fá að deyja með reisn!

stefán birgir stefáns (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 13:18

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek heilhugar undir með þér!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.3.2008 kl. 13:19

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessa vitneskju Kolbrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2008 kl. 12:39

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband