Er Hannes sáttur við að verið sé að safna fé honum til handa?

Fjársöfnun stendur nú yfir til stuðnings Hannesi Hólmsteini þar þess íslenskur auðmaður sækir fast að honum fyrir að hafa nýtt málfrelsi sitt á Íslandi eins og segir í fréttatilkynningu.

Nú er það gjarnan svo að safnað er fyrir þá sem hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni t.d. vegna stóráfalla svo sem hafi heimili skemmst í eldsvoða eða til að létta undir bagga með fjölskyldu langveiks barns svo einhver algeng dæmi séu nefnd.

 

Sjaldnar sér maður að staðið sé fyrir fjársöfnun fyrir velmegandi einstakling sem auk þess gegnir a.m.k. tveimur launuðum stöðum hjá ríkinu. Sú aðför sem stuðningsmenn Hannesar vísa til er einnig að mati, alla vega sumra, aðstæður sem Hannes sjálfur valdi að koma sér í og hefur jafnvel haft tækifæri til að komast út úr hafi hann haft á því áhuga.

 

Vinir Hannesar vilja honum vel með þessari söfnun en er Hannes sjálfur sáttur við hana?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já þetta er rétt hjá þér kolbrún mín það er safnað fyrir fólk sem hefur misst allt sitt og eins safnað fyrir langveik börn.

Það væri fróðlegt hvað Hannes mundi segja er hann sáttur við þetta.

Þetta er góð spurning.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.4.2008 kl. 17:11

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Thumbs Up  Langar bara að senda smákveðju. Er að hressa mig við á smá blogg lestri.   Double Kiss  ég hef ekki séð nein viðbrögð frá honum

Ásdís Sigurðardóttir, 1.4.2008 kl. 17:46

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér virðist þessi maður algjörlega siðlaus, svo vænanlega finnst honum þetta bara hið besta mál. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2008 kl. 18:02

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er að vona að ég fái hlutdeild í afganginum sem verður alveg örugglega því sumir eru að leggja fram nokkur hundruð þúsunda króna.;-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.4.2008 kl. 18:42

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sjá Hannes og Háskólinn á www.kistan.is

Ágúst H Bjarnason, 1.4.2008 kl. 19:38

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Takk Ágúst, þetta er áhugavert, en hefur einhver heyrt í Hannesi sjálfum?
Hvernig líður honum með þessa söfnun sem vinir hans standa fyrir?

Kolbrún Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 20:04

7 identicon

En hvað ég er fegin að ég er ekki sú eina sem finnst þessi söfnun hjákátleg, fróðlegt að lesa kistuna Ágúst. Eftir því sem mér skilst þá er Hannes greinilega ekki tilbúinn að borga sínar dómskuldir þar sem hann hefur sett allar sínar eignir á nafn annars einstaklings. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 20:26

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta byggist fyrst og fremst á siðlausri og ónýtri hugmyndafræði og speglast núna í stærra mæli í því að skattgreiðendur eiga að bjarga afleiðingum þeirrar siðlausu og ónýtu hugmyndafræði. Merkin sýna verkin í smáu sem stóru.

Baldur Fjölnisson, 1.4.2008 kl. 20:28

9 identicon

Já var þetta gert í samráði við Hannes?Það væri fróðlegt að vita það.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 21:42

10 Smámynd: Kristján Pétursson

Tæpast trúi ég því ,að Hannes Hólmsteinn muni liggja svo hundflatur fyrir Jóni Ólafssyni,að hann þurfi á samskotum að ræða til að greiða fyrir lögfræðikosnaði.

Ég trúi því ekki að þessi fjársöfnun sé gerð með samþykki Hannesar, hann á velstönduga vini,sem hæglega myndu hjálpa honum ef þörf er á.Hins vegar er það slæmt fyrir mann í hans stöðu að vera dæmdur fyrir ritstuld og vera ákærður í öðru máli fyrir meiðyrði.

Kristján Pétursson, 1.4.2008 kl. 22:37

11 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Ætli fjölmiðlar hafi eitthvað reynt að fá upp úr honum hvað honum finnst um þetta allt saman. Hef hvergi séð á það minnst. Gat ekki annað en glott þegar ég sá þessa tilkynningu, jei, verið að safna handa tveimur eymingjum, mér og Hannesi Hólmsteini. Hah.

Bylgja Hafþórsdóttir, 2.4.2008 kl. 08:52

12 identicon

Skil nú ekki þessar ákúrur. Ef Hannes á sér fylgismenn sem tilbúnir eru að létta undir með honum finnst mér það bara hið besta mál. Mikið rosalega er ég orðin leiður á hvað fólk sem hefur ólíkar póltískar skoðanir hætti að vera mannlegt bara vegna þess. Ég hef ekki áður skrifað inná bloggsíður en finnst margt af því sem hér er ritað samhengislegt rugl fólks sem hefur of mikinn tíma til að gera ekki neitt. Í guðana bænum verum sanngjörn hver svo sem á í hlut þó svo við höfum ekki sömu lífsýn eða stjórnmálaskoðun og hættum þessu niðurrifs röfli

Jónas (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 09:27

13 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, það er satt. Þetta er skrýtið mál atarna og gaman að vita hvað prófessornum finnst.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.4.2008 kl. 09:29

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hann er dæmdur fyrir ritstuld á Íslandi og verður væntanlega dæmdur fyrir óhróður sem birtist á ensku um landa sinn sem býr í Englandi.  Kjartan Gunnarsson kom honum til aðstoðar með því að skrá sig fyrir húsinu hans a.m.k. á pappírunum.  Mín skoðun er sú að sumt af þessu bulli sem Hannes hefur skrifað um kvótakerfið sé svo yfirgengilegt að hann beinlínis á það inni hjá kvótagreifunum að þeir skeri hann úr snörunni.

Sigurður Þórðarson, 2.4.2008 kl. 12:05

15 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sæll Jónas.
Ekki ætla ég nú að tala fyrir munn annarra en kannski er fólki einfaldlega misboðið og satt að segja held ég að þessi umræða um fjársöfnun fyrir Hannes hafi minnst að gera við pólitík.
En mest langar mig að vita hvað Hannes segir sjálfur um þessa söfnun?

Kolbrún Baldursdóttir, 2.4.2008 kl. 20:06

16 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Svar Hannesar við spurningunni hvort hann sé sáttur við að verið sé að safna fyrir hann fé liggur nú fyrir.
Í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í 24 stundum í dag segir Hannes:
Hún (söfnunin) hefur gengið vonum framar.  Ég hafði engin afskipti af henni og vissi ekki af henni því ég var erlendis þegar henni var hrint af stað.  Ég gerði engar athugasemdir við hana þegar mér var sagt frá henni. Mér þykir vænt um þann vináttuvott sem í henni felst segir Hannes.

 

Kolbrún Baldursdóttir, 5.4.2008 kl. 09:50

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband