Ráðist gegn verðbólgudraugnum

Stýrivextir hækkuðu enn í morgun og eru nú 15.5 prósent.  Áhrifin eru eins og fyrr, súr - sæt.  Meginmarkmiðið er að halda verðbólgunni í skefjum.  Þetta fjárhagslega umhverfi er sannarlega mörgum erfitt og þeir sem hafa fjárfest mikið með lánum munu eiga á brattan að sækja hvað varðar endurgreiðslu. Lífstíll mun klárlega verða að breytast hjá þorra manna næstu misseri. Margir vilja kannski segja núna „ég sagði ykkur þetta" og það er e.t.v. rétt en stundum verður maður bara að læra eins og segir á enskunni „the hard way" eða „by error."

Þessi þjóð hefur áður gengið í gegnum erfiða tíma en vegna þess hversu mikil þrautseigja er í blóðinu á Íslendingum þá komumst við út úr þessum óveðursstormi einn góðan veðurdag.  Smile

Þjóðin í aldanna rás
Komin er krepputíð,
kólgubakkar upp hrannast.
Til sældar brjótumst uns birtir um síð,
baráttuþrekið aftur sannast.

Hungruð forðum mátti hún dúsa,
í hjöllum, torfkofum, heimili músa.
Í lágreistum hýbýlum pesta og lúsa,
lá leiðin bein upp til háreistra húsa.

(KB)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Er þetta ekki einmitt súrt fyrir Íslenska lántakendur og sætt fyrir erlenda braskara. Mér sýnist vaxtahækkunarstefna Seðlabankans vera fullreynd. Ég er hrædd um að ef 14 og 15% vextir duga ekki þá dugi 15,5% ekkert frekar. Ég held að það sé kominn tími fyrir menn að leita sér aðstoðar, þeir virðast ekki ráða við vandann blessaðir kallarnir. Fyrsta ráðið ætti að vera að skipta um rúðugler í bankanum.

Þóra Guðmundsdóttir, 10.4.2008 kl. 11:08

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta gerist á sama tíma og enski seðlabankinn lækkar sína stýrivexti.  Takk fyrir ljóðið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2008 kl. 14:11

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Flott kvæði hjá þér.

Steingerður Steinarsdóttir, 11.4.2008 kl. 10:40

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Takk, takk Steingerður.

Kolbrún Baldursdóttir, 11.4.2008 kl. 11:10

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Kolbrún mín ég er bara bjartsýn við komumst upp úr þessu það vona ég bara. Flott kvæðið þitt.´

Kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 12.4.2008 kl. 17:12

6 identicon

Innlitskvitt!

Ása (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 18:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband