Finn til með Guðnýju Hrund vegna umfjöllunar um jómfrúræðu hennar

Ég var að fletta 24 stundum og rak augun í umfjöllun um Guðnýju Hrund Karlsdóttur, varaþingmann og hvernig henni tókst til með jómfrúræðuna sína á Alþingi.

Mín fyrsta tilfinning og hugsun þegar ég las þessa umfjöllun var að það er óskemmtilegt fyrir Guðnýju að opna blöðin og lesa lýsingar á hvernig flutningurinn tókst til og vangaveltur um af hverju henni fórst þetta ekki betur úr hendi. Bent er á að hægt sé að sjá myndbrot af ræðunni líklega ef einhver skyldi vilja skemmta sér yfir þessu. Woundering

Vonandi hefur Guðný Hrund harðan skráp. Eitt sinn stóð ég í þessum sporum og man einmitt vel eftir að hafa áhyggjur af því að frjósa eða bulla einhverja vitleysu.  Flutningur jómfrúræðu er að ég tel einn af þessum atburðum sem þingmenn og varaþingmenn langi til að takist vel. Dæmi eru um að þingmenn hafi kviðið mjög fyrir þessari fyrstu ræðu og langur tími hafi jafnvel liði hjá sumum áður en þeir höfðu safnað nægjanlegum kjarki til að stíga í pontu í fyrsta sinn á Alþingi.
 
Vonandi lætur Guðný þetta ekki slá sig út af laginu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Rétt hjá þér Kolbrún.  Það er ábyggilega ekki auðvelt að halda ræðu á Alþingi í fyrsta sinn og hefur téður þingmaður hluttekningu mína.

Mig langar einnig góðfúslega að benda þér á smá þágufallssýki, en rétt er að skrifa: ,,Dæmi eru um að þingmenn hafi kviðið mjög..."

Ég vona að þú takir ekki illa upp málfarsleiðréttingar af minni hálfu.

Sigurjón, 18.4.2008 kl. 10:14

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Takk fyrir þessa ábendingu Sigurjón.

Kolbrún Baldursdóttir, 18.4.2008 kl. 10:28

3 Smámynd: M

Fann til með henni og frekar pínlegt. Fannst hún samt mega sleppa því í viðtali við Ísland í dag í gærkvöldi þegar hún sagði að "shit happen´s" í lok viðtals

M, 18.4.2008 kl. 11:11

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég finn til með henni þetta hefur verið erfitt.

Kær kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 18.4.2008 kl. 13:40

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Guðný Hrund er toppkona og með skráp sem þolir þessa uppákomu ágætlega. Spái því að hún bæti þessu í reynslusarpinn og styrkist frekar en veikist.

Hallur Magnússon, 18.4.2008 kl. 15:06

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sé nú ekki mikla ástæðu til að vorkenna henni, held að allt venjulegt fólk hafi skilning á þessu. Þetta atvik á bara eftir að koma henni til góða þegar fram líða stundir ef hún klárar þetta á næstunni. Henni tókst svo sannarlega að komast á kortið og það er meira en margir sem hafa setið þarna árum saman án þess að eftir þeim sé tekið. Þetta verður til þess að fólk fylgist með Guðnýju á næstunni og það getur hún nýtt sér ef hún heldur rétt á spilunum.

Víðir Benediktsson, 18.4.2008 kl. 18:30

7 identicon

Ég fann til með þjóðinni að hafa svona fulltrúa. Fyrirgefið ef ég er grimm en þetta var það allra versta sem ég hef séð. Ég hugsa til krakkanna í söngvakeppni framhaldsskólanna sem komu fram fyrir mun stærri hópi en þessi þingmaður, og þau stóðu sig ótrúlega. Ekki var að sjá að neinn af þeim krökkum frysi á sviði.

Hún var greinilega illa undirbúin og það sýndi sig svo sannarlega.

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 18:34

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég fann óskaplega til með henni og skil alls ekki hvað þurfti að gera mikið mál úr þessu.  Eigðu ljúfa helgi.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.4.2008 kl. 21:16

9 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Þetta hefur enga eftirmála.  Það er ekki eins og allt sé sagt með fullu ráði þarna niðurfrá. 

Þessi stofnun er langt í frá hundheilög þrátt fyrir að hún sé umvafin sjarma að vissu marki.

Gengur barasta örugglega betur næst.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 18.4.2008 kl. 21:21

10 identicon

Sjálfsagt er Guðný Hrund vænsta kona, en hin áleitna spurning vaknar alltaf: Hvað eru þeir að róa sem ekki kunna áralagið? Kannski liggur styrkur hennar annars staðar en í stjórnmálum? Ég veit ekki.

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 01:17

11 identicon

Æi já þetta er örugglega meira en að segja það

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 18:29

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband