Pungurinn svínvirkar

Það kom á daginn að pungurinn frá NOVA svínvirkar. Meira að segja  á stað þar sem farsímasamband hefur verið erfitt kom pungurinn mér í samband við umheiminn. Það er gott til þess að vita að tækninni fleygir fram og að í sumar er hægt að ferðast með fartölvuna og vera í sambandi á ótrúlegustu stöðum.

Svo er annað mál hvort maður hefði ekki gott af því að skilja tölvuna eftir þegar fara á í frí. Um það má sannarlega deila enda sýnist sitt hverjum.  En þannig er nú komið fyrir mörgum að þeir geta eiginlega ekki hugsað sér að vera lengi án þess að vera í sambandi við umheiminn hvort heldur í gegnum símann eða tölvuna.
Góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þá er bara að halda um punginn yfir helgina, góða helgi

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.5.2008 kl. 10:09

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Er kostnaðurinn skrokkskjóða?

Júlíus Valsson, 16.5.2008 kl. 13:48

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hafðu það gott Kolbrún mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.5.2008 kl. 14:01

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Er kostnaðurinn einhver skrokkskjóða?

Júlíus Valsson, 16.5.2008 kl. 14:11

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú á Kolla nýjan pung,
næstum aftur orðin ung,
sífellt í bandi,
á sínu randi,
Nova er svaka nýjung.

Þorsteinn Briem, 16.5.2008 kl. 14:52

6 Smámynd: Himmalingur

Minn svínvirkar. Það er að segja pungurinn. Minn. Frá Nova! Ég er alveg búinn að klúðra þessu. Jæja. Góða helgi allir þarna úti!

Himmalingur, 16.5.2008 kl. 18:09

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég þarf að komast yfir svona pung, ekki spurning.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 00:35

8 identicon

Kostnaðurinn er 2þús á mánuði fyrir 1gb niðurhal. Upphleðsla að kostnaðarlausu, tjáði ungur sölumaður mér. Veit ekki um hraða tenginganna og hvort niður og upphal sé jafnskilvirkt.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:25

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband