Er sálfræðingur með í för til Belgrad?

Ég veit það ekki en það væri ekki slæm hugmynd. Þetta er mikið álag og ekki væri verra ef fagaðili væri til staðar til að vera keppendum og fylgdarliði innan handar bæði til að hjálpa við slökun og einnig að aðstoða keppendur við að greina aukaatriði frá aðalatriðum.

Til dæmis er ekki stærsta vandamálið hvort óþekkur hárlokkur leitar til vinstri eða hægri heldur frekar að hefja sig yfir svona alls kyns litlum atriðum sem tengst geta persónunni en skipta síðan ekki höfuðmáli þegar upp er staðið. Það er heildarmyndin sem skiptir öllu,  þ.e. að koma fram af öryggi og yfirvegun

Rosalega hlýtur þetta að vera erfitt.  Mikil hugræn og tilfinningarleg barátta hlýtur að eiga sér stað og leit að þessum eina farsæla farvegi sem skilar hvað mestum árangri.

Á brattann er sannarlega að sækja. Mörg lög eru býsna góð, grípa mann strax.
Meira að segja er framlag Noregs álitlegt.

O hvað maður vonar að þetta fari allt vel. Þjóðerniskenndin er nú allsráðandi Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Noregur var flottur! Þetta með að senda sálfræðing með er brilljant hugmynd! Okkur hefur ekki veitt af áfallahjálp síðustu árin. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.5.2008 kl. 20:22

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Veit ég er fantur en ég held að sálfræðingur myndi lítið bæta.

Einar Þór Strand, 20.5.2008 kl. 20:23

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þeir leyna á sér Einar minn,  sérstaklega í svona stressaðstæðum getur góður og fær sálfræðingur gert margt jákvætt

Kolbrún Baldursdóttir, 20.5.2008 kl. 20:30

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já mér fannst gaman að undankeppninni í kvöld, okkar fólk hlýtur að taka þátt á morgun.  Þetta verður spennandi keppni að minu mati.  Mér þykir gaman að þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2008 kl. 23:38

5 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

Gæti vel verið að fagaðili myndi nýtast vel, geri ráð fyrir að andlega álagið sem fylgi keppninni sé gríðarlegt, hvernig sem fer.

Smá innlitskvitt kv. Vallý

Valgerður Sigurðardóttir, 21.5.2008 kl. 11:21

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þegar hugsað er út í það, þá er það furðulegt að sálfræðingur skuli ekki vera með í för.

Það er nánast sama hvernig úrslitin verða, sálfræðings er þörf þegar spennan hefur farið upp úr öllu valdi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.5.2008 kl. 11:41

7 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

Nákvæmlega það sem ég átti við.

Valgerður Sigurðardóttir, 21.5.2008 kl. 16:45

8 identicon

Kolbrún, þeir hefðu átt að bjóða okkur með , þú framkvæmir slakanir á meðan ég kokka ofan í liðið því ég man þá tíð er ég þurfti að rölta í hægðum mínum strax eftir að ég hafði borðað þarna í Júgóslavíu á náðhúsið þar sem matreiðslan var svakalega risky alltaf. Ég gæti þó alltaf mallað ofan í þau grjónagraut

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 20:01

9 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Segðu, það hefði örugglega verið fengur af því að hafa okkur tvær með í för.
Stingum upp á því næst

Kolbrún Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 20:21

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband