Í Nćrveru Sálar á ÍNN

Í nćrveru sálar nefnist nýr ţáttur á ÍNN. Í ţessum ţáttum sem eru hálftíma langir er markmiđiđ ađ skođa ýmis sálfrćđileg málefni og málefni tengd ţroska einstaklingsins. Reynt verđur ađ velja málefni sem áhorfendum finnst e.t.v ađ hafi ekki fengiđ mikla umfjöllun í ţjóđfélaginu, málefni sem brenna á eđa málefni sem eru áhugaverđ vegna sérstöđu eđa áhrifa sem ţau vekja. Í ţáttinn koma gestir, fagađilar eđa fólk međ reynslu í ţví málefni sem er til umrćđu hverju sinni.

Viđ spjöllum síđan saman á léttum nótum og hver veit nema okkur takist ađ senda til ţeirra sem eru ađ horfa, nokkur gagnleg skilabođ, mola sem gćtu nýst í hinu daglega lífi.

Áhorfendur eru hvattir til ađ senda póst hafi ţeir áhuga á ađ fjallađ verđi um eitthvađ ákveđiđ efni í ţćttinum. Netfang: kolbrunb@inntv.is

Fyrsti ţátturinn var sendur út 22. maí.
Umrćđuefni: Hvernig ţađ er ađ heita sjaldgćfu nafni?
Gestir ţáttarins voru Baldur Sigurđsson, dósent viđ KHÍ en hann á einnig sćti í Mannanafnanefnd og Hreindís Ylva, nemi.

Nćsti ţáttur verđur sendur út fimmtudaginn 29. maí.
Umrćđuefni: Ýmsar hliđar heimilisofbeldis.
Gestur verđur Sigţrúđur Guđmundsdóttir, framkvćmdarstýra Kvennaathvarfsins.

Til upplýsingar:
Í nćrveru sálar er hluti af málshćttinum AĐGÁT SKAL HÖFĐ Í NĆRVERU SÁLAR og er jafnframt ljóđlína í kvćđi eftir Einar Benediktsson sem nefnist Einrćđur Starkađar, 3. hluti, 3. vers:

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Ţel getur snúizt viđ atorđ eitt.
Ađgát skal höfđ í nćrveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast
viđ biturt andsvar, gefiđ án saka.
Hve iđrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verđur tekiđ til baka.

Einar Benediktsson, Íslenzkt ljóđasafn, 1974.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerđur Steinarsdóttir

Ţetta var sniđug hugmynd. Ég hef lent í ýmsu varđandi nafniđ mitt og sagđi međal annars frá ţví á blogginu mínu hvernig spákonum og spámiđlum hefur iđulega skjöplast ţví ţeir sjá gjarnan gamla konu sem ég heiti eftir fylgja mér en ég var skírđ eftir skáldsagnapersónu og algerlega út í loftiđ. Ţćr trúa ţví nefnilega ekki ađ nokkur myndi skíra barn sitt ţessu nafni ótilneyddur og skjóta ţví á einhverja gamla konu sem neytt hafi nafninu upp á mömmu.

Steingerđur Steinarsdóttir, 23.5.2008 kl. 14:31

2 Smámynd: Ţorsteinn Valur Baldvinsson

Kvitt

Ţorsteinn Valur Baldvinsson, 23.5.2008 kl. 15:36

3 identicon

Til hamingju međ ţáttinn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráđ) 23.5.2008 kl. 16:36

4 identicon

Í vćntanlegum ţćtti Í nćrveru sálar mun samkvćmt ofansögđu stíga fram í ţćttinum Sigţrúđur Guđmundsdóttir, framkvćmdarstýra Kvennaathvarfsins. Ekki fć ég séđ ađ ofangreindu ađ karlmađur verđi ţar til andsvara. Ţađ veldur mér miklum áhyggjum og á einhvern hátt virđist hafa horfiđ í framsćkinni umrćđu og lagasetningum gegn reykingarfólki ađ ţađ er til annar bölvaldur sem er miklu veri fyrir heimili. Áfengisdrykkja hefur aukist svo ađ hver 4- manna fjöldskylda lepur 1.lítra  af vínanda ađ međaltali á hverjum einasta degi alla daga ársins. Ţetta ţýđir ađ inn á slíkt heimili eru keyptar 365 flöskur á ári. Hvađan hef ég ţessar heimildir? Ţćr má lesa međ einföldum reikningi frá Hagstofu Íslands. Í Fréttablađinu hér áđur (24.júni 2004) sá ég örlitla frétt bls.8 undir fyrirsögninni ,,Svona erum viđ''. Fréttin lét lítiđ yfir sér einföld upptalning međ heimild sína frá Hagstofu Íslands og var eftirfarandi: ,,Neysla áfengis á Íslandi, seldir lítrar á hvern íbúa á ári 1983 13 lítrar, 1993 31,24 lítrar,2003 66.50 lítrar''. Ţađ vćri ţörf umrćđa ađ láta smámuni eins og reykingar almennings sitja á hakanum og taka ţess í stađ upp alvarlegri umrćđu hvílklíkur friđarspillir áfengisdrykkjan er og bölvaldur allra á viđkomandi heimilum. Getur ţađ virkilega veriđ ađ umrćđan um ţennan vágest fái jafnlitla umfjöllun hjá fjölmiđlum eins og raun ber vitni ađ ţví málefniđ snertir of marga. Rétt í lokin heyrđi ég ađ til stćđi ađ banna fólki reykingar úti á svölum í fjölbýlishúsum ţví reykurinn stigi upp í íbúđirnar fyrir ofan og illu óţćgindum. Og annađ ég fć ekki betur séđ ađ búiđ sé ađ milda drykkjuviđurlög í hegningarlögum. Ţar sem áđur stóđ óheimilt er ađ vera drukkinn á almannafćri sé orđiđ óheimilt er ađ vera mjög drukkin á almannafćrai

Baldvin Nielsen, Reykjanesbć 

B.N. (IP-tala skráđ) 23.5.2008 kl. 23:11

5 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Takk fyrir innleggiđ Baldvin.  Svo hvet ég ţig bara til ađ horfa á
Í nćrveru sálar á fimmtudaginn.
Bestu kveđjur til Reykjanesbćjar.

Kolbrún Baldursdóttir, 24.5.2008 kl. 09:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband