Nýjustu færslur
- 5.1.2025 Hver vill búa í íbúð þar sem útsýnið er fangelsisveggur?
- 27.11.2024 Þetta finnst mér ósanngjarnt
- 19.11.2024 Hef ekki lent í öðru eins við að koma máli á dagskrá
- 18.11.2024 Máttur samtryggingarinnar
- 16.11.2024 Reynsla sem sálfræðingur rak mig í pólitík
- 14.11.2024 Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf...
- 11.11.2024 Ef byggja á í grónum hverfum gengur ekki að vera með einhvern...
- 2.11.2024 Of mikið af kærum
- 2.10.2024 Upplýsingaóreiða bílastæðakjallara og húsa, einkarekin eða bo...
- 1.10.2024 Íbúar hafa lengi verið að kalla eftir auknu umferðaröryggi vi...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Helgi Seljan
- ADHD
- Ágúst H Bjarnason
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés.si
- Andri Heiðar Kristinsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Ásta Kristín Norrman
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Benedikt Halldórsson
- Bleika Eldingin
- Bwahahaha...
- Bragi Þór Thoroddsen
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Dögg Pálsdóttir
- Dúa
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Karl Gauti Hjaltason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gúnna
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðjón Bergmann
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Pálína Karlsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Handtöskuserían
- Hanna
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helga Lára Haarde
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hulda Dagrún Grímsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Húsfreyja
- Snorri Bergz
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- íd
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Sigurður Einarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Sólveig Klara Káradóttir
- Magnús Paul Korntop
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Lífsýn fræðsla og forvarnir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Linda Lea Bogadóttir
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Pálsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Marta B Helgadóttir
- Methúsalem Þórisson
- mongoqueen
- Morgunblaðið
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Ólafur Örn Nielsen
- Jón Svavarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Helgi Kristófersson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Katrín
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Sigurður Rúnar Sæmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Birgir R.
- Hreiðar Eiríksson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefana Gunnlaug Karlsdóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Jóhann Pétur
- Sunna Dóra Möller
- superhúsfrú
- Johann Trast Palmason
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þorsteinn Magnússon
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Vefritid
- Vertu með á nótunum
- Vilborg G. Hansen
- Elsabet Sigurðardóttir
- Kjartan Magnússon
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftslag.is
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Skúmaskot tilverunnar
- Stefán Júlíusson
Að vera uppkomið barn alkóhólista
28.5.2008 | 11:45
SÁÁ Blaðið kom inn um lúguna í morgun. Í því eru margar góðar greinar þar á meðal ein sem ber heitir Börn alkóhólista í verulegri hættu.
Umræða um hvernig alkóhólsimi leggst á alla fjölskylduna er þörf og verður henni seint gerð full skil. Auk þess sem börn alkóhólista eru í áhættuhópi þeirra sem ánetjast áfengi eða öðrum vímuefnum eru mörg önnur erfið tilfinningarleg og félagsleg einkenni sem hrjá þau, einkenni sem einstaklingarnir eiga oft í baráttu við alla ævi.
Sem sálfræðingur og einnig fullorðið barn alkóhólista langar mig að nefna nokkur algeng einkenni sem oft fylgja barni alkóhólista þegar það leggur af stað út í lífið. Um er að ræða erfiðar tilfinningar og hugsanir sem geta verið æviverkefni að finna farveg og viðunandi lausnir á.
Fyrst skal nefna tilfinningu sem við köllum í daglegu tali minnimáttarkennd. Þessi tilfinning eða líðan lýsir sér í því að viðkomandi upplifir sig sem lítils virði og að hann eða hún geti ekki gert hlutina nógu vel. Þetta er líðan sem einkennist af tilfinningu um að vera síðri en aðrir og finnur viðkomandi oft fyrir ríkri skammartilfinningu.
Þessi líðan: hugsun og tilfinning leiðir oft til þess að viðkomanda finnst hann verða að gera hlutina ofurvel. Hann er því oft mjög samviskusamur og vill vanda sig við verkin. Þrátt fyrir að hafa lagt sig fram finnst þessum sama aðila framlag sitt seint vera nógu gott sem skapar að sjálfsögðu áframhaldandi vanlíðan og enn slakara sjálfsmat.
Óöryggi og ótti við að mistakast eru algengar upplifanir hjá fullorðnum börnum alkóhólista. Finnist þessum einstaklingum þeim hafa mistekist eða ekki tekist nægjanlega vel til eru þeir oft mjög harðir í eigin garð. Sjálfsgagnrýnin verður mikil með tilheyrandi vanmáttartilfinningu og skömm.
Þetta er bara brot af þeirri margbrotnu flóru erfiðra tilfinninga og hugsana sem fullorðið barn alkóhólista er að takast á við í sínu daglega lífi. Þessi birtingarmynd er heldur ekki algild enda margar aðrar breytur í lífi hvers og eins sem hafa áhrif.
Úr þessum vítahring er vissulega leið. Enda þótt sú leið sé tyrfin þá er hún fær. Með auknu innsæi, betri skilning, fræðslu og tilheyrandi stuðning er hægt að vinda ofan af neikvæðum tilfinningum sem þessum og leysa upp ranghugmyndir. Lausnin felst hvorki í að leita að sökudólgi né dvelja í sjálfsvorkunn heldur fjölmörgum atriðum sem miðast að því að styrkja sjálfið: hlúa að eigin sál og líkama. Liður í því er m.a. að losa um hina miklu sjálfsgagnrýni, létta á ábyrgð og draga úr kröfum sem viðkomandi gerir til sjálfs síns.
Flokkur: Sálfræði | Breytt 10.8.2009 kl. 14:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Í þínum sporum. Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni Verkfærakista við úrvinnslu eineltismála. Frjáls og frír aðgangur
- Heimasíða Kolbrúnar Baldursdóttur Sálfræðistofan, greinar og námskeið
Ágúst 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Nýjustu færslurnar
- Jesú, var að komast á annað stig, stig 2,. Þá kemur tímabil tilboðanna. Þá var honum boðið að þiggja öll auðæfi veraldar, eða allt sem hugurinn girnist. Ef hann þiggur það, þá fær hann það. Ef hann þiggur það ekki þá kemur næsta atlaga.
- Baráttan heldur áfram
- Hvað hefði nýtt kostað ?
- Grafið eftir mynt.
- Eru íslensk stjórnvöld sek um stríðsglæpi?
- Vaxta- og verðbólgukrísa Kristrúnar
- Eru þetta mistök eða meðvituð stefna?
- Tíska : Fyrirsætinn Clément Chabernaud fyrir MASSIMO DUTTI
- Óhugnanlegur vöxtur íslams á Vesturlöndum undanfarna áratugi
- Hótel eru ekki fyrir hælisleitendur. Sigur fólksins í Epping
Athugasemdir
Takk fyrir þennan pistil Kolbrún.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 12:04
Frábær pistill hjá þér og gott þú skyldir koma inn á að það sé leið út úr vítahringnum. 1981 fór ég á fjölskyldunámskeið hjá SÁÁ sem þá var nýbyrjað, ég var þá 17 ára gömul. Það voru byrjunarsporin hjá mér í átt að bata og er ég enn að.
Vil ég líka benda á www.al-anon.is frábær síða.
Íris Edda Jónsdóttir, 28.5.2008 kl. 14:06
Þakka góðan pistil Kolbrún.
Það klikkar ekki sem úr þínum ranni kemur.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.5.2008 kl. 10:45
Sæl Kolbrún og takk fyrir síðustu skrif.
Alkóhólistimi er ættgengur sögðu vísindin mér. Þegar ég les yfir tölurnar frá Hagstofu Íslands aftur um drykkju landans verð ég að viðurkenna að ég er farinn að efast um vísindin. Meira en 100% aukning á drykkju hvers einstaklings á einum áratug hlýtur að vera met. Hvað skildi vera svona mikið að í Íslenskri þjóðarsál? Hér er ekki verið að tala um heimabrugg, smygl á áfengi,eða neyslu annarra vímuefna. Hver skildi þá neyslan vera á vímuefnum til samans á hvern einstakling þegar þessum tölum er bætt við? Sjaldan er böl svo slæmt að ekki megi bæta. Þegar einhver ákveður loks að hætta drykkju hefur hann stigið með annan fótinn a.m.k. ofan í botnlaust dý. Umhverfi þessa einstaklings, drykkjufélagarnir snúa við honum baki skyldmennin og ættmennin finnst ekki við hæfi að hafa einn allsgáðan í hópnum, í helgargleðinni og ættarmótunum því hann gæti verið óþægilegt vitni að því sem myndi gerast. Ekki þýðir að bjóða honum hestaskál eða réttarfyllerí eða honum til mannfagnaðar þegar opnuð verður hurðin á nýja hjólhýsinu. Svo ættu öðrum að vera auðvelt að skilja að menn verði þyngri vitrari og dýpri þegar þeir verða edrú, varanlega því það er fátt orðið eftir til að gleðja hugan nema heimspekin í efri hillum háskólasafnsins einhvers staðar við Hringbraut. Læt þessar vangaveltur duga í bili og ætla að horfa á þáttinn í kvöld.
Með bestu kveðjum,
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 13:30
Takk fyrir innleggið Baldvin.
Ég var að skoða dagskránna, held að þátturinn hafi verið í gærkvöldi, svei mér þá.
Annars má skoða dagskránna betur á inntv.is
svo ætti að vera hægt að sjá alla þætti á INN í tölvunni.
Kolbrún Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 14:57