Nýjustu færslur
- 5.1.2025 Hver vill búa í íbúð þar sem útsýnið er fangelsisveggur?
- 27.11.2024 Þetta finnst mér ósanngjarnt
- 19.11.2024 Hef ekki lent í öðru eins við að koma máli á dagskrá
- 18.11.2024 Máttur samtryggingarinnar
- 16.11.2024 Reynsla sem sálfræðingur rak mig í pólitík
- 14.11.2024 Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf...
- 11.11.2024 Ef byggja á í grónum hverfum gengur ekki að vera með einhvern...
- 2.11.2024 Of mikið af kærum
- 2.10.2024 Upplýsingaóreiða bílastæðakjallara og húsa, einkarekin eða bo...
- 1.10.2024 Íbúar hafa lengi verið að kalla eftir auknu umferðaröryggi vi...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Helgi Seljan
- ADHD
- Ágúst H Bjarnason
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés.si
- Andri Heiðar Kristinsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Ásta Kristín Norrman
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Benedikt Halldórsson
- Bleika Eldingin
- Bwahahaha...
- Bragi Þór Thoroddsen
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Dögg Pálsdóttir
- Dúa
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Karl Gauti Hjaltason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gúnna
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðjón Bergmann
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Pálína Karlsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Handtöskuserían
- Hanna
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helga Lára Haarde
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hulda Dagrún Grímsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Húsfreyja
- Snorri Bergz
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- íd
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Sigurður Einarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Sólveig Klara Káradóttir
- Magnús Paul Korntop
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Lífsýn fræðsla og forvarnir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Linda Lea Bogadóttir
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Pálsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Marta B Helgadóttir
- Methúsalem Þórisson
- mongoqueen
- Morgunblaðið
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Ólafur Örn Nielsen
- Jón Svavarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Helgi Kristófersson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Katrín
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Sigurður Rúnar Sæmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Birgir R.
- Hreiðar Eiríksson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefana Gunnlaug Karlsdóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Jóhann Pétur
- Sunna Dóra Möller
- superhúsfrú
- Johann Trast Palmason
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þorsteinn Magnússon
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Vefritid
- Vertu með á nótunum
- Vilborg G. Hansen
- Elsabet Sigurðardóttir
- Kjartan Magnússon
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftslag.is
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Skúmaskot tilverunnar
- Stefán Júlíusson
Börnin í Suðurlandsskjálftanum
31.5.2008 | 10:42
Mörg börn urðu að vonum viti sínu fjær þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir. Skyndilega var fótum kippt undan fólki í orðsins fyllstu merkingu. Það sem fyrst kemur upp í hugann við þessar aðstæður er HVAÐ ER AÐ GERAST? ER ÉG Í HÆTTU?
Flestir fullorðnir áttuðu sig eflaust fljótt á að um jarðskjálfta var að ræða. Börnin hins vegar, sérstaklega þau sem eru í yngri kantinum, skildu sennilega lítið sem ekkert í hvað var að gerast. Augu og eyru hafa opnast upp á gátt og allt þeirra skynfærakerfi verið skyndilega ræst. Þegar skjálftinn reið yfir og fyrstu sekúndurnar og mínúturnar á eftir hafa þau börn sem stóðu nálægt einhverjum fullorðnum fylgst náið með þeirra viðbrögðum.
Þegar hættuástand myndast mjög skyndilega sýna flestir eðlilega sterk óttaviðbrögð. Því fyrr sem fullorðnir á staðnum ná yfirvegun og ró sem þau sýna í atferli og látbragði, því betra fyrir börnin sem nærstödd eru. Rétt viðbrögð í kjölfarið geta skipt sköpum fyrir hvort barnið verði fyrir djúpstæðu áfalli sem draga mun e.t.v. dilk á eftir sér eða hvort það sleppi með létt sjokk sem það kemst jafnvel tiltölulega fljótt yfir. Takist hinum fullorðnu að halda yfirvegun og ró eins og hægt er í ljósi aðstæðna þá mun barnið njóta góðs af. Sjái barnið hins vegar að fullorðnir, fólkið sem það treystir á, er viti sínu fjær af ótta og halda áfram að sýna sterk óttaviðbrögð næstu klukkustund á eftir, er líklegra að áfall barnsins verði meira.
Börn sem búa við stríðsástand eða á hamfarasvæðum.
Ef öryggi barns er ógnað hvort sem það er vegna náttúruhamfara eða stríðs sem geisar í umhverfi þess er það stöðugt að leita upplýsinga um stöðu mála í svipbrigðum fullorðna fólksins, raddblæ, í orðum og atferli þeirra til að reyna að meta stig hættuástandsins sem það skynjar að það er í.
Þetta er þeirra gagnagrunnur.
Gera má ráð fyrir að sálrænar afleiðingar Suðurlandsskjálftans munu verða talsverðar bæði á börn og fullorðna. Vissulega bregst fólk við með mismunandi hætti. Fólk er mis fljótt/lengi að vinna úr áfalli sem þessu og spilar þar margt inn í.
Þrátt fyrir að vel hafi tekist til og að foreldrum hafi tekist í kjölfar Suðurlandssjálftans að halda ró sinni og yfirvegun, sannfært börn sín um að þeirra verði vel gætt mun mjög sennilega kvíði og óöryggi fylgja mörgum um einhvern tíma. Þeim sem finnst að þeir séu rétt að ná áttum eftir Suðurlandsskjálftann árið 2000 gætu sannarlega átt um sárt að binda næstu misseri.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:51 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Í þínum sporum. Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni Verkfærakista við úrvinnslu eineltismála. Frjáls og frír aðgangur
- Heimasíða Kolbrúnar Baldursdóttur Sálfræðistofan, greinar og námskeið
Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Ég horfði á nýjasta þáttinn Í nærveru sálar á www.inntv.is og var að mörgu leiti sáttur. Mér fannst þó dálítið milduð áhrif áfengis á heimili og fjöldskyldu. Frekast fannst mér t.d. áhrif þess á öryggiskend barna vera léttvæg hjá framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. Ég held að eitt það svakalegasta ofbeldi sem barnið verður vitni verður til þegar fylleríislætin byrja. Mamma og pabbi byrja að rífast og allt tilheyrandi. Með hvoru foreldrinu á barnið að halda?-Og slíkt rifrildi er alls ekki síður ofbeldi konunnar gagnvart barni sínu því það þarf víst tvo til þess að ósættir geti átt sér stað. Í veisluhöldunum þar sem barnið innan um brennivínsgleðina horfir frá svefnherbergi sínu í átt til stofunnar þar sem allt logar í gleðilátum geta haft alvarlegri afleiðingar en jarðskjálfti fyrir barnið. Því það er ekki nokkur leið að ná sambandi við pabba og mömmu sem eru uppteknari af öðru en að svæfa liltla krýli sitt og koma værð á umhverfið. Sú hugmynd sem kom fram í þættinum að finna gott nýtt orð á Kvennaathvarfið og opna slíka hjálparþjónustu fyrir bæði kynin er í anda jafnrétti kynjanna.
Ég á 4 ára gamla stelpu í Hveragerði sem var á leikskólanum þegar skjálfinn reið yfir. Ég var kominn á staðin eftir um eina klukkustund og barnið mitt hljóp í fang mér og vildi hvergi annars staðar vera. Mikið er gaman og mikil lífsfylling að eiga þessi litlu krýli og ég er forviða þegar fólk sækir og trúir að lífshamingjan búi í útvörðum bakkusar(flöskunni).
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 13:41
Æi já þau verða ekki minna skelkuð en þau fullorðnu
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 18:51
Á morgun ætlum við hjónin að fá áfallahjálp, finnum að þetta gengur ekki svona, enda vorum við á fjórðu hæð og allt sveiflaðist til.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 19:55
Þetta er góður punktur. Börnin gleymast nefnilega alltof oft. Við gerum ráð fyrir að þau séu búin að jafna sig um leið og þau hætta að gráta.
Steingerður Steinarsdóttir, 2.6.2008 kl. 14:27