Gleðilega þjóðhátíð

17. júní 2008 er runninn upp bjartur og fagur.

Minningarnar um hversu mikil tilhlökkun var til þessa dags hér áður fyrr skjóta upp kollinum.  Farið var í sparifötin, lakkskóna, fáninn tekinn í hönd og arkað í skrúðgöngu. Miklar líkur voru á að fá góðan mat, ís og jafnvel eitthvað nammi. Tilhlökkun er vissulega ennþá til staðar enda þótt það sé ekki þessi kraftmikla barnslega tilhlökkun. Um þá tegund tilhlökkunnar eigum við flest minningar.

Forsætisráðherra hefur nýlokið ávarpi sínu á Austurvelli. Orð hans eru til þess fallin að stuðla að aukinni þjóðerniskennd í hjörtum sérhvers Íslendings. Hann minntist á erfiða tíma sem þjóðin gengur í gegnum núna en einnig á styrkleikana sem eru mýmargir. Saman í blíðu og stríðu, ungir sem aldnir, ein þjóð.

Íslenska þjóðin

Komin er krepputíð,
kólgubakkar upp hrannast.
Til sældar brjótumst uns birtir um síð,
baráttuþrekið aftur sannast.

Hungruð forðum mátti hún dúsa,
Í hjöllum, torfkofum, heimili músa.
Í lágreistum hýbýlum pesta og lúsa,
lá leiðin bein upp til háreistra húsa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðilega Hátíð Kolbrún mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.6.2008 kl. 11:41

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Megi dagurinn þinn verða frábær! Gleðilega hátíð!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.6.2008 kl. 15:52

3 identicon

Vona að dagurinn hafi verið gleðilegur!!

alva (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 02:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband