Útihátíðir. Margrét Blöndal, framkvæmdarstjóri Verslunarmannahelgarinnar á Akureyri og Ómar Bragi UMFÍ á ÍNN

Margrét Blöndal, nýráðin framkvæmdarstjóri hátíðarhalda Verslunarmannahelgarinnar á Akureyri og Ómar Bragi Stefánsson starfsmaður Ungmennafélags Íslands eru viðmælendur í þættinum
Í Nærveru Sálar

Þátturinn er á dagskrá 26. júní á ÍNN
Umræðuefni:
ÚTIHÁTÍÐIR /VERSLUNARMANNAHELGIN 
Súr-sætar hliðar útihátíða.

Við skoðum málið út frá sjónarhorni:

- unglinganna (allir vinir mínir mega fara, ég vil líka fara?).

- foreldranna (ég treysti barninu mínu, en treysti ég aðstæðum?).

- gestgjafanna (verður mikil ölvun, ofbeldi og svæðið skilið  eftir í rúst?).


Aldurstakmök, hvernig verður þeim málum háttað í sumar t.d. á tjaldstæðinu á Akureyri?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona svo sannarlega að hátíðin fari vel fram í ár.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 18:24

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já það ætla ég að vona líka.

Kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.6.2008 kl. 13:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband