Landsbankinn gráðugastur allra banka

Landsbankinn er gráðugastur allra banka eins og kemur fram í könnun sem birt er í Fréttablaðinu. Glitnir tekur o kr. fyrir að millifæra á meðan Landsbankinn tekur 240 kr.

Ég hef verið viðskiptavinur Landsbankans í fjölmörg ár.  Sem dæmi ef farið er í útibúið í Smáralind eftir kl. 4 til að greiða reikning þá er tekið fyrir það gjald. Samkvæmt þessari litlu könnun er Kaupþing banki litlu skárri.

Hvernig væri að þessir bankar tækju Glitnir sér til fyrirmyndar?  Ég held ég væri löngu búin að skipta um viðskiptabanka ef það væri bara ekki svo mikið vesen.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haffi

Starfsfólk er komið á yfirvinnutaxta eftir kl. 4 í bankanum. Af hverju eiga aðrir viðskiptavinir bankans sem koma fyrir kl 4 að niðurgreiða þín viðskipti eftir kl. 4? Tel ekki réttlæti í því. Réttlætið felst í því að þeir sem nota þjónustuna borga fyrir það. Annars er hægt að greiða reikninga eftir kl 4 í netbanka, frítt.

Haffi, 14.7.2008 kl. 11:43

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ætli Landsbankinn hafi ekki ráð á að greiða starfsfólkinu laun á yfirvinnutaxta án þess að taka gjöld af viðskiptavininum sem notar þjónustuna eftir kl. 4?

Minni einnig á að fjöldinn allur af fólki t.d. eldra fólki nota ekki tölvur og greiða því ekkert í gegnum netbanka.
Margt af fólki, sumt hvert sem ekki notar tölvur, er auk þess í vinnu allan daginn og kemst ekki í bankann fyrr en eftir kl. 4. 

Kolbrún Baldursdóttir, 14.7.2008 kl. 12:34

3 identicon

Haffi, þeir eru ekki komnir á yfirvinnu fyrr en starfsmaður hefur skilað sínum dagvinnutímum yfir daginn eða eftir kl 18 á virkum dögum. Þetta er víst okur hjá þeim, alveg eins og með seðilgjöldin, skrítið að þú skulir bera blak af þeim nema þú vinnir í banka?

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 12:34

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sparisjóðurinn á Selfossi er minn banki og ég þarf bara bókstaflega aldrei að koma þangað, þær bara sjá um allt fyrir mig. Ódýrt og þægilegt svo ekkert er til betra. Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 14.7.2008 kl. 12:58

5 Smámynd: Haffi

Samkvæmt nýrri könnun eru 88% heimila á landinu með netið, þannig þetta er ekki stór hluti sem kemst ekki á netið. Sumir bankar bjóða eldri borgurum uppá fría-þjónustu, flestir eldri borgara komast í bankann þegar þeir vilja enda hættir að vinna. Þannig þetta er ekki stór hluti, sem kemst ekki í bankann fyrir kl 4. Margrét: Vinna bankamanna er frá 9-5, fá klst eða svo til að ganga frá sínum sjóð og hætta því að afgreiða kl 4, veit ekki hvar þú færð að dagvinna sé til kl 18.

Persónulega hef ég ekki áhuga að niðurgreiða kostnað fyrir þá viðskiptavini bankans sem hafa ekki áhuga á því að nota fría þjónustu. Vilji fólk hringja í bankann og fá uppgefna stöðu stað þess að fara á netið, þá verður það að borga fyrir það, því ekki hef ég áhuga á því að borga það niður fyrir það.

Varðani seðilgjöldin, í hvað ætli þau fari? Það kostar að prenta út seðilinn, setja hann í usmlag og senda með póstinum. Persónulega þá afþakka ég alla seðla og sleppi því að borga seðilgjöld.

Margrét: er hluthafi í banka og vill að sá hlutur beri sem mestan arð.

Haffi, 14.7.2008 kl. 17:06

6 identicon

hmmmmm,,,, veistu Haffi, ég er með tölvu heima, meira segja líka fartölvu, en það koma upp atvik þar sem fólk kemst ekki á netið, þarf að fara í bankann og bara ómerkilegt viðvik þar eins og leggja inn pening t.d. í Landsbankanum en reikningurinn er í sparisjóðnum, þá þarf ég að borga 150-250 kr fyrir að leggja inn. Þetta er bull, ég bíð eftir að við þurfum að fara að borga fyrir að fá að gera þarfir okkar, líkt og erlendis. Óþarfa gjaldtaka allsstaðar.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 01:26

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þegar maður er svona sjálfstætt starfandi eða verktaki þá er talsverð vinna í að skipta um reikningsnúmer.  En auðvitað er allt hægt í þessu sambandi.

Kolbrún Baldursdóttir, 15.7.2008 kl. 08:00

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Glitnir er minn aðalbanki.  En fæ launin mín greidd í Landsbankann. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.7.2008 kl. 10:16

9 identicon

Takk fyrir þetta athyglisverða blogg Kolbrún!!

Ása (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 19:12

10 Smámynd: Gúnna

Kolla mín þetta er ekkert mál. Ég lét loks verða af því að skipta um banka í vetur. Búin að vera í viðskiptum við Landsbankann frá fæðingu nánast. Reyndar hélt ég lauanreikningi og gjaldeyrisreikningi  þar áfram af hagkvæmnisástæðum. Það er bara svo lítið mál að millifæra og gera flesta hluti í tölvunni í dag. Reyndar tek ég undir þetta með eldra fólkið. Svo hef ég líka séð að það er ótrúlega mikið oft að gera í þessum útibúum sem eru opin eftir fjögur, td. í Landsbankanum í Smáralind. Sem betur fer þarf maður æ sjaldnar að gera sér ferð í bankann til að sinna sínum málum. Húrra fyrir tölvutækninni

Gúnna, 17.7.2008 kl. 01:56

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband