Ekki liggja allir við sama borð

Líkhúsgjald er innheimt í sumum sveitarfélögum en öðrum ekki, (sjá fyrri færslu og umfjöllun í 24 stundum í dag).

Málið var til meðhöndlunar hjá Umboðsmanni Alþingis árið 2005. Mál nr. 4417/2005.
Niðurstaðan var sú að ekki væri heimild í lögum fyrir Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma til að innheimta líkhúsgjald fyrir geymslu á líkum í líkhúsi kirkjugarðanna í Fossvogi.

Eins og staðan er í dag er ekki innheimt líkhúsgjald hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Þetta gjald er hins vegar innheimt í einstaka sveitarfélögum m.a. þar sem útfaraþjónusta er einkarekin. 

Samræmingar er þörf enda er eðlilegt að allir landsmenn sitji við sama borð hvort heldur sem þessi eða hin útfaraþjónustuna annist útförina.

Vænta má að þetta mál skýrist á næstu misserum þar sem fyrir Alþingi liggur frumvarp um breytingar á lögum um kirkjugarða og greftrun. Málið er jafnframt áfram til athugunar hjá Umboðsmanni Alþingis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er fáránlegt gjald.Það á að vera inní kirkjugarðsgjaldinu.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 17:56

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Svo sammála þér elsku Birna mín.  Það er sannarlega þér að þakka að kannski verður þetta mál nú allt skoðað ofan í kjölinn og að allir landsmenn njóti e.t.v. góðs af, að því leyti að jafnt gengur yfir alla.

Það varst þú sem bentir á að Umboðsmaður Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að þetta gjald væri ólögmætt, sem varð til þess að ég fór að skoða þetta nánar og hringdi í skrifstofu Umboðsmannsins, sem ætlar að kíkja á þetta mál aftur.

Blaðamaður 24 Stunda sýndi málinu áhuga og með þeim hætti er hægt að upplýsa fleiri landsmenn.

Ef bloggsíðurnar okkar geta orðið til þess að eitt og annað í samfélaginu verði lagað eða gert enn betra þá er tilganginum náð.

Kolbrún Baldursdóttir, 23.7.2008 kl. 20:15

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ótrúlegt, hafði ekki heyrt um þetta. Rétt er það að bloggið kemur mörgu góðu til leiðar. 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 20:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband