Eru breytingar á rekstrarumhverfi landbúnaðarins í sjónmáli?

Ég við taka undir með þeim fjölmörgu sem lýstu vonbrigðum sínum að Doha viðræðurnar fóru út um þúfur.  Þeirra á meðal voru Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi, Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs Íslands og margir fleiri,  stjórnmálamenn sem aðrir.

Líklegt er talið að ekki muni líða eins langur tími milli viðræðna og raun hefur borið vitni undanfarin ár enda málið knýjandi. Þrátt fyrir að slitnaði upp úr WTO viðræðunum er það fagnaðarefni að heyra að hér á landi muni hefjast undirbúningur fyrir breytingar í takt við þann veruleika sem viðræðurnar fólu í sér og fjölluðu um.

Þótt viðræðurnar hafi farið út um þúfur í þessari lotu óttast margir bændur um sinn hag og finnst nú að óvissuástand ríki í landbúnaðarmálum. Flestir vita að þótt slitnað hafi upp úr Doha viðræðunum þýðir það ekki endilega að allt muni haldast óbreytt í landbúnaðarmálum hér á landi. Nú hlýtur að verða að fara ofan í saumana á rekstrarumhverfi íslensks landbúnaðar. Óumflýjanlegt er t.a.m. að endurskoða styrkjakerfi landbúnaðarins sem bent hefur verið á að sé ekki í neinu samræmi við alþjóðasamninga. Það er einnig allt of rígbundin við gömlu búgreinarnar og hefur því hindrandi áhrif á að eðlilegt umhverfi geti myndast í landbúnaðarframleiðslu. Fjölbreytni og samkeppni þurfa nauðsynlega að komast inn í þennan geira. Eins og einnig hefur verið bent á eru landbúnaðarstyrkir hér á landi með þeim hæstu sem fyrirfinnast í OECD löndunum.

Nú bíður að leita leiða til að skellur þeirra breytinga sem koma skulu bugi ekki bændastéttina.

Vonbrigði með viðræðuslitin eru þó sannarlega ekki bundin við íslenskan veruleika heldur einnig að þjóðir heims misstu þar með af góðu tækifæri til að opna réttlátari viðskiptaleiðir sem gagnast gætu ekki hvað síst þróunarríkjunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég viðurkenni að ég er alveg úti á túni í þessum málum. Góða helgi.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 15:19

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Auðvitað voru það vonbrigði að þessar viðræður fóru út um þúfur. Það eru hins vegar margar hliðar á þessu máli og mér líkar illa að sumir sem hefðu viljað að þessar viðræður hefðu skilað tilætluðum árangri, væru með önnur stefnumið en velgengni allra aðila. Allt að því hatur á íslenskum bændum.

Sigurður Þorsteinsson, 1.8.2008 kl. 17:13

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband