Engin Layla....mikil vonbrigði

Tónleikarnir með Eric Clapton voru haldnir í gærkvöldi.
Mannfjöldi var mikill, um eða yfir 13.000 manns og tónleikarnir í heildina, að mér skilst, vel heppnaðir. Helstu vonbrigði þeirra sem ég hef heyrt tjá sig um tónleikana er að Clapton tók ekki hið frábæra lag Layla (stundum skrifað Laila).

Ég get vel skilið þessi vonbrigði enda er þetta lag eitt það allra stórkostlegasta sem heyrst hefur frá listamanninum. Minnir auk þess á gamla tíma, árin í Tónabæ. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var á tónleikunum og fannst þeir frábærir. Mér fannst allt í lagi að Layla var ekki spilað vegna þess að þetta er eiginlega eina lagið sem er spilað með honum í útvarpi og maður er eiginlega orðinn hundleiður á að hlusta á það. Svo ég var glaður í lok tónleika, missti ekki af mínútu og hafði mjög gaman af öllu saman. Ef það var eitthvað sem ég gæti gagnrýnt var það að 1/2 líter af vatni skyldi kosta 300 kall. Ellen var flott þá sérstaklega fyrsta lagið, blúsinn og englalagið hans KK. Ég hefði hins vegar ekki enst til að hlusta á Ellen í 2 tíma.

Valsól (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 19:53

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband