Engin stétt, hvorki stétt þingmanna né önnur, er yfir það hafin að fylgja skráðum siðareglum

Það færist í fang að stéttir setji sér siðareglur.  Flest allar stéttir heilbrigðisgeirans hafa fylgt siðareglum áratugum saman.  Nú þegar hafa fjölmargar aðrar stéttir sett sér ákveðnar siðareglur t.d. þær stéttir sem starfa innan fjármálageirans. 

Við gerð siðareglna hafa íslenskar starfsstéttir gjarnan litið til nágrannalandanna. Norðurlandaþjóðirnar eru sennilega komnar lengra á veg með þróun siðareglna og vafalaust eru fleiri starfsstéttir þar sem lúta skráðum siðareglum en hér á landi.

Alhliða og almennar siðareglur eru nauðsynlegar bæði fyrir þá sem tilheyra viðkomandi stétt og þá sem stéttin þjónustar eða á í samskiptum/ tengslum við.  Um er að ræða ákveðinn ramma eða vísir að leiðbeiningum hvað varðar almenn málefni sem þó stundum geta virst vera álitamál eða virkað sem væru á gráu svæði. Þetta eru leiðbeiningar um hvar hin almennu samskiptamörk liggja í málum sem virka einföld en geta síðan þegar á reynir verið flókin. Siðareglur eru til þess fallnar að skerpa á hlutverkum og hjálpa þeim sem eftir þeim starfa að skilgreina sjálfa sig í starfinu svo ekki komi til hagsmunaárekstra eða annarra óheppilegrar skörunar.  

Góðar siðareglur eru gulls ígildi. Ég fagna mjög þeirri umræðu og vinnu sem komin er af stað við samningu siðareglna þingmanna því engin stétt er yfir það hafin að fylgja skráðum siðareglum.



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hjartanlega sammála.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 2.9.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Örugglega er það best að hafa gott form óg reglur á hlutum, en smá hliðarhopp eru nú allt í lagi svona í bland held ég.  Við er öll soddan skoppDuck 4  Duck 4 Duck 4 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 21:32

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Það versta er að siðareglur bæta ekki slæmt siðferði því miður og eru því gagnslausar, en þær gefa afsökunina við brutum ekki siðareglurnar.

Einar Þór Strand, 2.9.2008 kl. 21:35

4 Smámynd: Gísli Tryggvason

Góð ábending; siðareglur geta reyndar líka orðið ó-siðareglur - eins og dæmin sanna frá sumum stéttum - en þessar verða samdar fyrir opnum tjöldum og með virku aðhaldi og gætu orðið til bóta. Neytendur þurfa m.a. á því að halda að stjórnmálafólk sé ekki í vasanum á fyrirtækjum.

Gísli Tryggvason, 2.9.2008 kl. 22:24

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er svo sammála þér Kolbrún mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.9.2008 kl. 16:24

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband