Þegar barn eignast barn

Þegar unglingstúlka eignast barn er ekki skrýtið að hún velti því fyrir sér hvort hún sé með forræðið þar sem hún er ekki einu sinni með forræðið yfir sjálfri sér.

Unglingsstúlka sem uppgötvar það að hún eigi von á barni er í erfiðum sporum.  Hún er ekki fullveðja og því algerlega háð forráðamönnum sínum sem bera á henni ábyrgð til 18 ára aldurs. Þann stuðning sem hún þarfnast til að eignast og ala upp barn þarf hún að sækja til sinna nánustu.

Þá er spurningin hvort hennar nánustu séu í stakk búnir til að veita henni slíkan stuðning. Það er ekki sjálfgefið að allar fjölskyldur sem finna sig í þessum sporum hafi burði til að hjálpa barninu sínu enda um að ræða mikinn stuðning til langs tíma. Ástæða þess að fjölskyldur eiga e.t.v. erfitt með að taka á sig þetta hlutverk geta verið af ýmsum toga og margþættar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir þessa ágætu íhugun.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.9.2008 kl. 14:32

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góður punktur til umhugsunar.

Marta B Helgadóttir, 25.9.2008 kl. 17:09

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mjög góður pistill Kolbrún mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.9.2008 kl. 17:14

4 identicon

Ég hugsaði þetta sama þegar ég hlustaði á viðtalið við hana í Kastljósinu. Í raun hafði ég ekki hugsað um þetta áður en fannst þetta merkilegur punktur sem kom fram. Dáist reyndar að stúlkum sem taka þá ákvörðun að eiga börnin í stað þess að fara í fóstureyðingu. En kerfið er mjög skrítið í þessum efnum greinilega.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 23:39

5 identicon

Sæl.

Ég hef nú aldrei hugleitt þetta út frá þessum punkti.En mér sýnist vera full þörf á að ræða þetta.

Takk fyrir ábendinguna.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 04:12

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Merkileg pæling. Hafa allir hugsað út í þetta. Fannst gaman og fróðlegt að hlusta á ungu stúlkuna í Íslandi í dag.  Kær kveðja og góða helgi

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 18:49

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband