Uppgreiðsluþóknun hjá SPRON, viljir þú greiða inn á lán

Þeir fyrirfinnast sem vilja gjarnan greiða inn á lán eða jafnvel greiða upp verðtryggt lán ekki hvað síst núna þegar fyrirsjáanlegt er að verðbólgan mælist há á komandi misserum.

Vilji einstaklingur sem dæmi greiða inn á höfuðstól húsnæðisláns hjá SPRON þarf hann að greiða 2% til bankans í svokallaða uppgreiðsluþóknun.

Dæmi:

Viljir þú greiða 1.5 milljón inn á lán sem er um 9 milljónir verður þú að greiða 30.000.- krónur í uppgreiðsluþóknun til bankans.

Ég hringdi í talsmann neytenda og spurði hann um þetta því mig minnir að uppgreiðslugjald hafi verið mikið til umræðu ekki alls fyrir löngu og að þá hafi verið rætt um að afnema bæri slíkt gjald.

Reyndar var þá verið að tala um gjald sem fólk þyrfti að greiða ætlaði það sér að greiða lánið upp að fullu. Það kann að vera að búið sé að afnema slíkt gjald í sumum  og kannski öllum viðskiptabönkunum en eftir stendur að viljir þú greiða inn á lán er þessi uppgreiðsluþóknun greinilega raunverulegt fyrirbæri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var að greiða upp lán á 150.000 kr spurði hvort það væri eitthvað uppgreiðslugjald en fékk  það svar að svo væri ekki,,,, reiknaði það út að þetta sparði mér um 50.000 kr þessi ráðstofun......................

Res (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 17:32

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þetta er greinilega mismunandi eftir bönkum og kannski lánum.

En hjá hvaða banka var þetta í þínu tilfelli?

Kolbrún Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 17:44

3 identicon

KB Banki.......

Res (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 18:08

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Til hvers að spá í þetta SPRON verður ekki til á morgun?  (það er ef Fjármálaeftirlirti samþykkir samrunann, sem það gerir örugglega)

KB banki stendur skást af bönkunum og eftileiðis verður SPRON hluti af KB banka meðan hann verður til, svo þú þarft ekki að skipta í bili. 

Sigurður Þórðarson, 6.10.2008 kl. 20:41

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ótrúleg þessi græðgi bankanna, það er tekið fé fyrir allt. Meira að segja árangurslaust símtal. Ég hringdi í fyrra í bankann minn og spurði hvort viðkomandi þjónustufulltrúi gæti hjálpað mér, ég hefði gleymt leyniorðinu til að komast inn í Netbankann, konan bað um kennitöluna mína og ég hélt að hún ætlaði að gefa mér nýjar tölur, nei, hún sagði: "Því miður, þú þarft að fara í útibú til að fá þetta gert." Og fyrir þetta var ég rukkuð um 50 kall eða svo, enga hjálp sem sagt! Ég hef ekki hringt í bankann minn aftur nema fá að tala beint við "minn mann", það er enn "frítt".

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.10.2008 kl. 09:41

6 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Ég hringdi nú í Lín um daginn, var ad spá í ad nota gengismuninn og greida Lánid mitt upp (med dønsku bankaláni). Thá var mér sagt ad madur fengi afslátt af láninu, ef madur greiddi thad upp. (thad var reyndar margt sem mælti á móti thessari adgerd, svo ég geri thad líklega ekki). Mér fyndist eiginlega ad bankarnir ættu líka ad gera thetta (the. veita afslátt af høfudstólnum), af thví their vilja fá pening inn. Neytandinn greidir fyrir ad taka lán, fatta ekki af hverju neytandinn ætti líka ad borga fyrir ad borga lánid....

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 7.10.2008 kl. 21:53

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband